Forseti ÍSÍ: Lyfjaeftirlitið aldrei jafnvel skipað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2013 15:47 Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ. Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir engan afslátt gefinn hjá lyfjaeftirliti Íþróttasambands Íslands. Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum, skýtur föstum skotum að Ólafi í aðsendum pistli í Fréttablaðinu í dag. Birgir segir lyfjaeftirlit ÍSÍ ótrúverðugt undir stjórn Ólafs og vísar í umdeilt lyfjamál frá árinu 2001. „Lyfjaeftirlit okkar hefur aldrei verið skipað jafngóðu starfsfólki og í dag. Við höfum grátlega beðið um meiri fjármuni. Það er búið að skera niður fjárveitingu til lyfjamála og við erum afar ósátt við það. Það er enginn í íþróttahreyfingunni sem lætur sér koma til hugar að ég gefi nokkurn afslátt í lyfjamálum," segir Ólafur aðspurður um trúverðugleika lyfjaeftirlits ÍsÍ í dag. Birgir starfaði við lyfjaeftirlit innan ÍsÍ frá miðjum 9. áratug síðustu aldar fram að málinu umdeilda. Hann sat einnig í lækna- og lyfjaráði Alþjóðfrjálsíþróttasambandsins um miðjan síðasta áratug. Hann segir lyfjaeftirlit ÍSÍ í stjórnartíð Ólafs ótrúverðugt og vísar í umdeilt mál frá árinu 2001 sem leiddi til afsagnar Birgis. „Þá fannst jákvætt sýni hjá einstaklingi úr félagi þáverandi forseta ÍSÍ, fyrirliða félagsliðs sem og landsliðs. Skorti á upplýsingum var borið við. Hófst nú mikil íhlutun forseta og fylgiliðs og formanns viðkomandi sérsambands, núverandi forseta ÍSÍ," segir meðal annars í grein Birgis. Árið 2001 var Ellert B. Schram forseti ÍSÍ en Ólafur Rafnsson var í forsvari fyrir Körfuknattleikssamband Íslands. Ólafur hafði ekki lesið grein Birgis þegar fréttastofa náði af honum tali. „Ég man málið þannig að það voru engin afskipti af lyfjaeftirliti í málinu. Málið snerist um verulegan óheiðarleika Birgis Guðjónssonar við meðferð málsins. Ég man að við skrifuðum langa greinargerð og kröfðumst afsagnar Birgis vegna þess," segir Ólafur. Ólafur segir fyrsta fund vegna málsins hafa vakið mikla athygli. Þá hafi hann verið boðaður á fund lyfjaeftirlitsins án þess að vita hvað væri til umræðu. Í ljós hafi komið að efedrín hafi fundist í sýnum tveggja körfuknattleiksmanna auk þess sem körfuknattleikskona hafi verið greind með astmalyf. „Okkur fannst þetta stóralvarlegt mál," segir Ólafur sem segir Birgi hafa boðið afar undarlegan kost. „Hann býður okkur að ef stúlkan játi muni strákarnir sleppa," segir Ólafur og bendir á að annar fulltrúi lyfjaráðs, sem hafi verið viðstaddur fundinn, geti staðfest hvað fram fór á umræddum fundi. „Við bara göptum. Hvers lags boð var það? Auðvitað átti að refsa strákunum ef þeir væru sekir, sem var gert," segir Ólafur sem sagði öllu máli hafa skipt að málin fengju heiðarlega niðurstöðu. Lyfjadómstóll ÍsÍ komst að þeirri niðurstöðu að körfuknattleikskonan væri saklaus í málinu sem var áfrýjað í tvígang. Í grein sinni í dag fjallar Birgir einnig um heimsþekktan íþróttamann sem lést árið 1993. Greinilegt er að Birgir á við Jón Pál Sigmarsson en Ólafur áttar sig ekki á hvernig hann tengist umræðu um lyfjaeftirlit ÍSÍ. „Jón Páll var ekkert inni í íþróttahreyfingunni á þessum tíma. Kraftlyftingasambandið er aftur orðinn aðili að ÍSÍ í kjölfar þess að það fór út úr hreyfingunni vegna þess að við gáfum engan afslátt á lyfjaeftirliti," segir Ólafur. Hann bætir við að samstarfið við Kraftlyftingasambandið hafi verið afar gott og þar gangist íþróttafólkið undir lyfjapróf líkt og innan annarra sérsambanda. Grein Birgis úr Fréttablaðinu má sjá hér fyrir neðan. Innlent Tengdar fréttir Sterar, brjóst og eistu - Morgunblaðið og New York Times Ég umorða ummæli Lloyd Bentsen þegar Dan Quayle líkti sér við John F. Kennedy í kappræðum varaforsetaefnanna 1988 og segi við Moggann: You are no New York Times. 14. janúar 2013 10:00 Skammaður af sendiherra fyrir að skrifa um steranotkun Jóns Páls Sigmarssonar Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum, skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann rekur "dapurlega stöðu lyfjafræðslu og eftirlits á landinu,“ eins og hann orðar það í grein sinni. 14. janúar 2013 11:54 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir engan afslátt gefinn hjá lyfjaeftirliti Íþróttasambands Íslands. Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum, skýtur föstum skotum að Ólafi í aðsendum pistli í Fréttablaðinu í dag. Birgir segir lyfjaeftirlit ÍSÍ ótrúverðugt undir stjórn Ólafs og vísar í umdeilt lyfjamál frá árinu 2001. „Lyfjaeftirlit okkar hefur aldrei verið skipað jafngóðu starfsfólki og í dag. Við höfum grátlega beðið um meiri fjármuni. Það er búið að skera niður fjárveitingu til lyfjamála og við erum afar ósátt við það. Það er enginn í íþróttahreyfingunni sem lætur sér koma til hugar að ég gefi nokkurn afslátt í lyfjamálum," segir Ólafur aðspurður um trúverðugleika lyfjaeftirlits ÍsÍ í dag. Birgir starfaði við lyfjaeftirlit innan ÍsÍ frá miðjum 9. áratug síðustu aldar fram að málinu umdeilda. Hann sat einnig í lækna- og lyfjaráði Alþjóðfrjálsíþróttasambandsins um miðjan síðasta áratug. Hann segir lyfjaeftirlit ÍSÍ í stjórnartíð Ólafs ótrúverðugt og vísar í umdeilt mál frá árinu 2001 sem leiddi til afsagnar Birgis. „Þá fannst jákvætt sýni hjá einstaklingi úr félagi þáverandi forseta ÍSÍ, fyrirliða félagsliðs sem og landsliðs. Skorti á upplýsingum var borið við. Hófst nú mikil íhlutun forseta og fylgiliðs og formanns viðkomandi sérsambands, núverandi forseta ÍSÍ," segir meðal annars í grein Birgis. Árið 2001 var Ellert B. Schram forseti ÍSÍ en Ólafur Rafnsson var í forsvari fyrir Körfuknattleikssamband Íslands. Ólafur hafði ekki lesið grein Birgis þegar fréttastofa náði af honum tali. „Ég man málið þannig að það voru engin afskipti af lyfjaeftirliti í málinu. Málið snerist um verulegan óheiðarleika Birgis Guðjónssonar við meðferð málsins. Ég man að við skrifuðum langa greinargerð og kröfðumst afsagnar Birgis vegna þess," segir Ólafur. Ólafur segir fyrsta fund vegna málsins hafa vakið mikla athygli. Þá hafi hann verið boðaður á fund lyfjaeftirlitsins án þess að vita hvað væri til umræðu. Í ljós hafi komið að efedrín hafi fundist í sýnum tveggja körfuknattleiksmanna auk þess sem körfuknattleikskona hafi verið greind með astmalyf. „Okkur fannst þetta stóralvarlegt mál," segir Ólafur sem segir Birgi hafa boðið afar undarlegan kost. „Hann býður okkur að ef stúlkan játi muni strákarnir sleppa," segir Ólafur og bendir á að annar fulltrúi lyfjaráðs, sem hafi verið viðstaddur fundinn, geti staðfest hvað fram fór á umræddum fundi. „Við bara göptum. Hvers lags boð var það? Auðvitað átti að refsa strákunum ef þeir væru sekir, sem var gert," segir Ólafur sem sagði öllu máli hafa skipt að málin fengju heiðarlega niðurstöðu. Lyfjadómstóll ÍsÍ komst að þeirri niðurstöðu að körfuknattleikskonan væri saklaus í málinu sem var áfrýjað í tvígang. Í grein sinni í dag fjallar Birgir einnig um heimsþekktan íþróttamann sem lést árið 1993. Greinilegt er að Birgir á við Jón Pál Sigmarsson en Ólafur áttar sig ekki á hvernig hann tengist umræðu um lyfjaeftirlit ÍSÍ. „Jón Páll var ekkert inni í íþróttahreyfingunni á þessum tíma. Kraftlyftingasambandið er aftur orðinn aðili að ÍSÍ í kjölfar þess að það fór út úr hreyfingunni vegna þess að við gáfum engan afslátt á lyfjaeftirliti," segir Ólafur. Hann bætir við að samstarfið við Kraftlyftingasambandið hafi verið afar gott og þar gangist íþróttafólkið undir lyfjapróf líkt og innan annarra sérsambanda. Grein Birgis úr Fréttablaðinu má sjá hér fyrir neðan.
Innlent Tengdar fréttir Sterar, brjóst og eistu - Morgunblaðið og New York Times Ég umorða ummæli Lloyd Bentsen þegar Dan Quayle líkti sér við John F. Kennedy í kappræðum varaforsetaefnanna 1988 og segi við Moggann: You are no New York Times. 14. janúar 2013 10:00 Skammaður af sendiherra fyrir að skrifa um steranotkun Jóns Páls Sigmarssonar Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum, skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann rekur "dapurlega stöðu lyfjafræðslu og eftirlits á landinu,“ eins og hann orðar það í grein sinni. 14. janúar 2013 11:54 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Sterar, brjóst og eistu - Morgunblaðið og New York Times Ég umorða ummæli Lloyd Bentsen þegar Dan Quayle líkti sér við John F. Kennedy í kappræðum varaforsetaefnanna 1988 og segi við Moggann: You are no New York Times. 14. janúar 2013 10:00
Skammaður af sendiherra fyrir að skrifa um steranotkun Jóns Páls Sigmarssonar Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum, skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann rekur "dapurlega stöðu lyfjafræðslu og eftirlits á landinu,“ eins og hann orðar það í grein sinni. 14. janúar 2013 11:54