Sæstrengur gæti orðið áhrifamikil byggðaaðgerð Magnús Halldórsson skrifar 20. janúar 2013 19:37 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að sala á raforku um sæstreng til Evrópu gæti opnað á tækifæri fyrir bændur og hinar dreifðu byggðir landsins, þar sem litlar virkjanir á einkajörðum bænda, með lágmarksumhverfisáhrifum, gætu orðið mjög arðbærar, og þannig rennt traustari stoðum undir efnahag á landsbyggðinni. „Þetta gæti orðið einhver mesta byggðaaðgerð, sem hefur nokkru sinni hefur átt sér stað á Íslandi," segir Hörður. Meginástæðan fyrir því að sæstrengurinn gæti opnað á betri möguleika fyrir smærri virkjanir, er sú að mun hærra verð fæst fyrir raforkuna sem seld yrði með þessum hætti, að því er talið er. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegu viðtali við Hörð í Klinkinu á Vísi þar sem hann ræðir um mögulega lagningu sæstrengs, alþjóðlegt rekstrarumhverfi orkufyrirtækja, og þær áskoranir sem þjóðir heimsins standa frammi fyrir þegar kemur að því að auka notkun á endurnýjanlegri orku. Evrópusambandið hefur sett sér það markmið að 20 prósent af allri orkunotkun komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2020. Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt sambærileg markmið, en þjóðirnar sjálfar hafa þó frumkvæði að því útfæra hvernig þetta verður gert. Hörður segir að stjórnmálamenn ráði för á endanum, og þeir ráði því hvort farið verði í lagningu sæstrengs eða ekki. Sem stendur sé málið á undirbúningsstigi, en mikil vinna hafi þó þegar verið unnin. Í þessu sem öðru sem snúi að orkunýtingu landsins þurfi að horfa til heildarhagsmuna fyrir þjóðina, fremur en sérhagsmuna, segir Hörður. Sjá má viðtalið við Hörð í heild sinni, hér. Klinkið Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku Sjá meira
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að sala á raforku um sæstreng til Evrópu gæti opnað á tækifæri fyrir bændur og hinar dreifðu byggðir landsins, þar sem litlar virkjanir á einkajörðum bænda, með lágmarksumhverfisáhrifum, gætu orðið mjög arðbærar, og þannig rennt traustari stoðum undir efnahag á landsbyggðinni. „Þetta gæti orðið einhver mesta byggðaaðgerð, sem hefur nokkru sinni hefur átt sér stað á Íslandi," segir Hörður. Meginástæðan fyrir því að sæstrengurinn gæti opnað á betri möguleika fyrir smærri virkjanir, er sú að mun hærra verð fæst fyrir raforkuna sem seld yrði með þessum hætti, að því er talið er. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegu viðtali við Hörð í Klinkinu á Vísi þar sem hann ræðir um mögulega lagningu sæstrengs, alþjóðlegt rekstrarumhverfi orkufyrirtækja, og þær áskoranir sem þjóðir heimsins standa frammi fyrir þegar kemur að því að auka notkun á endurnýjanlegri orku. Evrópusambandið hefur sett sér það markmið að 20 prósent af allri orkunotkun komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2020. Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt sambærileg markmið, en þjóðirnar sjálfar hafa þó frumkvæði að því útfæra hvernig þetta verður gert. Hörður segir að stjórnmálamenn ráði för á endanum, og þeir ráði því hvort farið verði í lagningu sæstrengs eða ekki. Sem stendur sé málið á undirbúningsstigi, en mikil vinna hafi þó þegar verið unnin. Í þessu sem öðru sem snúi að orkunýtingu landsins þurfi að horfa til heildarhagsmuna fyrir þjóðina, fremur en sérhagsmuna, segir Hörður. Sjá má viðtalið við Hörð í heild sinni, hér.
Klinkið Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku Sjá meira