Fótbolti

Klopp: Ég vil verða nýi Mourinho í augum Guardiola

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jürgen Klopp, hinn litríki og sigursæli þjálfari Borussia Dortmund, bíður spenntur eftir því að hefja baráttu sína við lið Bayern München undir stjórn Pep Guardiola. Spænski þjálfarinn tekur við liði Bayern í sumar eftir að hafa skrifað undir þriggja ára samning.

Pep Guardiola háði mikið einvígi við Jose Mourinho hjá Real Madrid þegar hann stýrði Barcelona-liðinu á árunum 2010 og 2012 og þar gekk oft mikið á innan sem utan vallar. Klopp sér fram á uppgjör við Guardiola en býst ekki við eins miklum leiðundum og voru á Spáni.

„Ég vil verða nýi Mourinho í augum Guardiola. Við í Borussia Dortmund ætlum okkar að vera óþægilegur andstæðingur fyrir Bayern á næstu árum. Það skiptir mig heldur engu máli hvort Pep Guardiola líki vel eða illa við mig," sagði Jürgen Klopp við Sport Bild.

„Ég býst þó ekki við neinum leiðindum og ég er viss um að okkur Pep komi ágætlega saman. Ég á gott samband við Mourinho," sagði Klopp. Borussia Dortmund hefur orðið þýskur meistari undanfarin tvö ár undir hans stjórn og vann ennfremur tvöfalt í fyrra. Hann hefur þjálfað liðið frá 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×