David Villa, leikmaður Barcelona, var í gær fluttur á sjúkrahús eftir að hann fékk nýrnasteinakast.
Félagið tilkynnti þetta í gær og sagði að Villa myndi tæplega spila gegn Granada á laugardaginn.
Hann skoraði eitt marka Börsunga í 6-1 sigri liðsins á Getafe um helgina. Með sigrinum náði Barcelona tólf stiga forystu á toppi deildarinnar.
Villa fluttur á sjúkrahús
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
