Kobe bjargaði Lakers | 17. sigur Miami í röð | Úrslit næturinnar Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 9. mars 2013 11:00 Mynd: AP Tólf leikir voru í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Miami Heat vann 17. sigur sinn í röð þar sem LeBron James fór mikinn af vanda. Los Angeles Lakers marði Toronto Raptors í framlengdum leik þar sem Kobe Bryant kom liðinu til bjargar. Meistarar Miami Heat virðst óstöðvandi um þessar mundir. Liðið fékk Philadelphia 76ers í heimsókn í nótt og vann níu stiga sigur 102-93. LeBron James fór fyrir sínu liði og skoraði 25 stig, tók 10 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Dwyane Wade skoraði 22 stig og Chris Bosh 16. Hjá 76ers átti Thaddeus Young mjög góðan leik en hann skoraði 25 stig og hitti úr 12 af 15 skotum sínum. Los Angeles Lakers færðist nær 8. sæti Vesturdeildarinnar með því að merja Toronto Raptors 118-116 í framlengdum leik. Á sama tíma tapaði Utah Jazz fyrir Chicago Bulls 89-88 sem þýðir að Jazz hefur aðeins tapað einum leik færra en Lakers en liðin hafa unnið jafn marga leiki í baráttunni um sæti í úrslitakeppni NBA. Kobe Bryant var hetja Lakers eins og svo oft áður en hann hitti úr tveimur erfiðum þriggja stiga skotum á síðustu 30 sekúndunum í venjulegum leiktíma og jafnaði þar á meðal leikinn þegar fjórar sekúndur voru eftir og tryggði Lakers framlengingu. Kobe skoraði 41 stig í leiknum, gaf 12 stoðsendingar og hirti 6 fráköst. Hann tapaði boltanum að auki 9 sinnum í leiknum. Dwight Howard skoraði 24 stig, tók 13 fráköst og varði 5 skot. Steve Nash skoraði 22 stig fyrir Lakers. DeMar DeRozan skoraði 28 stig fyrir Raptors og Rudy Gay og Alan Anderson 17 stig hvor. Rudy Gay fékk tækifæri til að tryggja Raptors sigur í síðustu sókn venjulegs leiktíma og hann freistaði þess einnig að tryggja liðinu aðra framlengingu en hann hitti í hvorugt skiptið. Gay hitti úr aðeins 7 af 26 skotum sínum í leiknum. Deron Williams setti NBA met þegar hann hitti úr 9 þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik þegar Brooklyn Nets skelltur Washington Wizards 95-78. Nets lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrsta leikhluta þegar liðið skoraði 38 stig gegn aðeins 14. Williams skoraði alls 42 stig í leiknum. Hann hitti úr 11 af 16 þriggja stiga skotum sínum. Reggie Evans skoraði 11 stig fyrir Nets og hirti 24 fráköst. John Wall skoraði mest fyrir Wizards, 16 stig.Úrslit næturinnar: Philadelphia 76ers - Miami Heat 93-102 Toronto Raptors - Los Angeles Lakers 116-118 Washington Wizards - Brooklyn Nets 78-95 Oklahoma City Thunder - Charlotte Bobcats 116-94 Indiana Pacers - Orlando Magic 115-86 Dallas Mavericks - Detroit Pistons 102-99 Memphis Grizzlies - Cleveland Cavaliers 103-92 Atlanta Hawks - Boston Celtics 102-107 Utah Jazz - Chicago Bulls 88-89 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 136-106 Phoenix Suns - Sacramento Kings 112-121 Houston Rockets - Golden State Warriors 94-88 NBA Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Tólf leikir voru í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Miami Heat vann 17. sigur sinn í röð þar sem LeBron James fór mikinn af vanda. Los Angeles Lakers marði Toronto Raptors í framlengdum leik þar sem Kobe Bryant kom liðinu til bjargar. Meistarar Miami Heat virðst óstöðvandi um þessar mundir. Liðið fékk Philadelphia 76ers í heimsókn í nótt og vann níu stiga sigur 102-93. LeBron James fór fyrir sínu liði og skoraði 25 stig, tók 10 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Dwyane Wade skoraði 22 stig og Chris Bosh 16. Hjá 76ers átti Thaddeus Young mjög góðan leik en hann skoraði 25 stig og hitti úr 12 af 15 skotum sínum. Los Angeles Lakers færðist nær 8. sæti Vesturdeildarinnar með því að merja Toronto Raptors 118-116 í framlengdum leik. Á sama tíma tapaði Utah Jazz fyrir Chicago Bulls 89-88 sem þýðir að Jazz hefur aðeins tapað einum leik færra en Lakers en liðin hafa unnið jafn marga leiki í baráttunni um sæti í úrslitakeppni NBA. Kobe Bryant var hetja Lakers eins og svo oft áður en hann hitti úr tveimur erfiðum þriggja stiga skotum á síðustu 30 sekúndunum í venjulegum leiktíma og jafnaði þar á meðal leikinn þegar fjórar sekúndur voru eftir og tryggði Lakers framlengingu. Kobe skoraði 41 stig í leiknum, gaf 12 stoðsendingar og hirti 6 fráköst. Hann tapaði boltanum að auki 9 sinnum í leiknum. Dwight Howard skoraði 24 stig, tók 13 fráköst og varði 5 skot. Steve Nash skoraði 22 stig fyrir Lakers. DeMar DeRozan skoraði 28 stig fyrir Raptors og Rudy Gay og Alan Anderson 17 stig hvor. Rudy Gay fékk tækifæri til að tryggja Raptors sigur í síðustu sókn venjulegs leiktíma og hann freistaði þess einnig að tryggja liðinu aðra framlengingu en hann hitti í hvorugt skiptið. Gay hitti úr aðeins 7 af 26 skotum sínum í leiknum. Deron Williams setti NBA met þegar hann hitti úr 9 þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik þegar Brooklyn Nets skelltur Washington Wizards 95-78. Nets lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrsta leikhluta þegar liðið skoraði 38 stig gegn aðeins 14. Williams skoraði alls 42 stig í leiknum. Hann hitti úr 11 af 16 þriggja stiga skotum sínum. Reggie Evans skoraði 11 stig fyrir Nets og hirti 24 fráköst. John Wall skoraði mest fyrir Wizards, 16 stig.Úrslit næturinnar: Philadelphia 76ers - Miami Heat 93-102 Toronto Raptors - Los Angeles Lakers 116-118 Washington Wizards - Brooklyn Nets 78-95 Oklahoma City Thunder - Charlotte Bobcats 116-94 Indiana Pacers - Orlando Magic 115-86 Dallas Mavericks - Detroit Pistons 102-99 Memphis Grizzlies - Cleveland Cavaliers 103-92 Atlanta Hawks - Boston Celtics 102-107 Utah Jazz - Chicago Bulls 88-89 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 136-106 Phoenix Suns - Sacramento Kings 112-121 Houston Rockets - Golden State Warriors 94-88
NBA Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira