Fótbolti

Eigendur Man. Utd elska ekki félagið

Höness elskar félagið sitt.
Höness elskar félagið sitt. vísir/getty
Hinn málglaði forseti Bayern München, Uli Höness, sendir eigendum knattspyrnuliða sem tengjast félögum sínum engum böndum tóninn í dag. Honum er illa við eigendur sem hugsa bara um peninga.

Þar nefnir hann sérstaklega bandarísku Glazer-fjölskylduna sem á Man. Utd sem hann segir ekki hugsa neitt um félagið.

"Hjá Bayern hugsum við ekki um skammtímaárangur. Ég er búinn að vinna 20 titla og ætla ekki að selja heiður félagsins til þess að vinna titil númer 21," sagði Höness.

"Man. Utd er risastórt félag, mjög frægt og vinsælt og ég ber mikla virðingu fyrir félaginu. Herra Glazer vissi aftur á móti ekki hvar Manchester var á landakorti fyrir 20 árum síðan. Hann elskar ekki félagið og vill bara græða peninga.

"Hjartað þarf að fylgja með í rekstri knattspyrnuliða. Ég hef ekkert á móti fólki frá Arabíu eða Rússlandi en eigendur frá þessum löndum ætti að þykja vænna um félögin sín."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×