Hjólreiðakappi hneykslar marga á verðlaunapallinum 31. mars 2013 21:45 Peter Sagan á pallinum. Mynd/Nordic Photos/Getty Hjólreiðaíþróttin hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár eftir hvert lyfjahneykslið á fætur öðru og nú tókst hjólreiðamönnum að komast enn á ný í heimsfréttirnar fyrir annað en að keppa heiðarlega. Peter Sagan varð í öðru sæti í belgísku hjólreiðakeppninni Tour of Flanders en tókst samt að stela sviðsljósinu af sigurvegaranum Fabian Cancellara frá Sviss og það á sjálfum verðlaunapallinum. Peter Sagan er 23 ára gamall Slóvaki og hefur ekki verið ókunnugur verðlaunapöllum það sem af er ársins enda búin að vinna þrjár hólreiðakeppnir og vera í öðru sæti í fjórum til viðbótar. Hann er líka þekktur fyrir ýmiss konar grín og glens þegar hann er að fagna góðum árangri. Nú þótti mönnum hann hinsvegar ganga alltof langt og margir eru á því að hann hafi sýnt konum mikið virðingarleysi með háttarlagi sínu á verðlaunapallinum eftir Tour of Flanders hjólreiðarnar. Þegar blómastúlkurnar í verðlaunaafhendingunni voru að óska Fabian Cancellara til hamingju með sigurinn með því að skella kossi á kinn hans þá greip Peter Sagan í aðra kinn eins og sjá má vel hér á myndunum fyrir ofan. Peter Sagan hefur þegar beðist afsökunar á twitter-síðu sinni. „Það var ekki ætlun mín að sýna konum á verðlaunapallinum virðingaleysi. Þetta var bara grín og mér þykir leitt ef ég hef móðgað einhvern" skrifaði Sagan inn á twitter-síðu sína. Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Hjólreiðaíþróttin hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár eftir hvert lyfjahneykslið á fætur öðru og nú tókst hjólreiðamönnum að komast enn á ný í heimsfréttirnar fyrir annað en að keppa heiðarlega. Peter Sagan varð í öðru sæti í belgísku hjólreiðakeppninni Tour of Flanders en tókst samt að stela sviðsljósinu af sigurvegaranum Fabian Cancellara frá Sviss og það á sjálfum verðlaunapallinum. Peter Sagan er 23 ára gamall Slóvaki og hefur ekki verið ókunnugur verðlaunapöllum það sem af er ársins enda búin að vinna þrjár hólreiðakeppnir og vera í öðru sæti í fjórum til viðbótar. Hann er líka þekktur fyrir ýmiss konar grín og glens þegar hann er að fagna góðum árangri. Nú þótti mönnum hann hinsvegar ganga alltof langt og margir eru á því að hann hafi sýnt konum mikið virðingarleysi með háttarlagi sínu á verðlaunapallinum eftir Tour of Flanders hjólreiðarnar. Þegar blómastúlkurnar í verðlaunaafhendingunni voru að óska Fabian Cancellara til hamingju með sigurinn með því að skella kossi á kinn hans þá greip Peter Sagan í aðra kinn eins og sjá má vel hér á myndunum fyrir ofan. Peter Sagan hefur þegar beðist afsökunar á twitter-síðu sinni. „Það var ekki ætlun mín að sýna konum á verðlaunapallinum virðingaleysi. Þetta var bara grín og mér þykir leitt ef ég hef móðgað einhvern" skrifaði Sagan inn á twitter-síðu sína.
Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira