Hjólreiðakappi hneykslar marga á verðlaunapallinum 31. mars 2013 21:45 Peter Sagan á pallinum. Mynd/Nordic Photos/Getty Hjólreiðaíþróttin hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár eftir hvert lyfjahneykslið á fætur öðru og nú tókst hjólreiðamönnum að komast enn á ný í heimsfréttirnar fyrir annað en að keppa heiðarlega. Peter Sagan varð í öðru sæti í belgísku hjólreiðakeppninni Tour of Flanders en tókst samt að stela sviðsljósinu af sigurvegaranum Fabian Cancellara frá Sviss og það á sjálfum verðlaunapallinum. Peter Sagan er 23 ára gamall Slóvaki og hefur ekki verið ókunnugur verðlaunapöllum það sem af er ársins enda búin að vinna þrjár hólreiðakeppnir og vera í öðru sæti í fjórum til viðbótar. Hann er líka þekktur fyrir ýmiss konar grín og glens þegar hann er að fagna góðum árangri. Nú þótti mönnum hann hinsvegar ganga alltof langt og margir eru á því að hann hafi sýnt konum mikið virðingarleysi með háttarlagi sínu á verðlaunapallinum eftir Tour of Flanders hjólreiðarnar. Þegar blómastúlkurnar í verðlaunaafhendingunni voru að óska Fabian Cancellara til hamingju með sigurinn með því að skella kossi á kinn hans þá greip Peter Sagan í aðra kinn eins og sjá má vel hér á myndunum fyrir ofan. Peter Sagan hefur þegar beðist afsökunar á twitter-síðu sinni. „Það var ekki ætlun mín að sýna konum á verðlaunapallinum virðingaleysi. Þetta var bara grín og mér þykir leitt ef ég hef móðgað einhvern" skrifaði Sagan inn á twitter-síðu sína. Íþróttir Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira
Hjólreiðaíþróttin hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár eftir hvert lyfjahneykslið á fætur öðru og nú tókst hjólreiðamönnum að komast enn á ný í heimsfréttirnar fyrir annað en að keppa heiðarlega. Peter Sagan varð í öðru sæti í belgísku hjólreiðakeppninni Tour of Flanders en tókst samt að stela sviðsljósinu af sigurvegaranum Fabian Cancellara frá Sviss og það á sjálfum verðlaunapallinum. Peter Sagan er 23 ára gamall Slóvaki og hefur ekki verið ókunnugur verðlaunapöllum það sem af er ársins enda búin að vinna þrjár hólreiðakeppnir og vera í öðru sæti í fjórum til viðbótar. Hann er líka þekktur fyrir ýmiss konar grín og glens þegar hann er að fagna góðum árangri. Nú þótti mönnum hann hinsvegar ganga alltof langt og margir eru á því að hann hafi sýnt konum mikið virðingarleysi með háttarlagi sínu á verðlaunapallinum eftir Tour of Flanders hjólreiðarnar. Þegar blómastúlkurnar í verðlaunaafhendingunni voru að óska Fabian Cancellara til hamingju með sigurinn með því að skella kossi á kinn hans þá greip Peter Sagan í aðra kinn eins og sjá má vel hér á myndunum fyrir ofan. Peter Sagan hefur þegar beðist afsökunar á twitter-síðu sinni. „Það var ekki ætlun mín að sýna konum á verðlaunapallinum virðingaleysi. Þetta var bara grín og mér þykir leitt ef ég hef móðgað einhvern" skrifaði Sagan inn á twitter-síðu sína.
Íþróttir Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira