Körfubolti

Allt jafnt í fyrsta sinn í sex ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Keflavík og Snæfell jöfnuðu í gær undanúrslitaeinvígi sín í úrslitakeppni Dominos-deildar kvenna sem þýðir að staðan er nú 1-1 í öllum fjórum undanúrslitaeinvígunum í Dominos-deild karla og kvenna.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 2007 þar sem að staðan er 1-1 í öllum einvígum en Stjarnan og KR náðu að jafna sín einvígi í Dominos-deild karla fyrir helgi.

Það er ekki algeng staða hjá strákunum sem sést á því að frá árunum 2008 til 2012 náðu bæði lið að vinna í tveimur fyrstu leikjunum í bara 2 af 10 undanúrslitaeinvígum hjá körlunum. Þetta hefur verið algengari staða hjá konunum en 5 af þessum 10 einvígum frá 2008 til 2012 voru jöfn eftir tvo leiki.

Það var staðan 1-1 í öllum einvígunum fjórum árið 2007 en þrjú af fjórum undanúrslitaeinvígunum það ár fóru alla leið í oddaleik, þar á meðal bæði karlaeinvígin.



Staðan í undaúrslitaeinvígum Dominos-deildanna 2013:

Dominos-deild karla

Grindavík - KR 1-1

Næsti leikur klukkan 19.15 í Grindavík í kvöld

Snæfell - Stjarnan 1-1

Næsti leikur í Stykkishólmi annað kvöld



Dominos-deild kvenna

Keflavík - Valur 1-1

Næsti leikur í Keflavík á þriðjudagskvöldið

Snæfell - KR 1-1

Næsti leikur í Stykkishólmi á miðvikudagskvöldið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×