J.R. Smith hjá New York Knicks og Al Jefferson hjá Utah Jazz voru í kvöld valdir bestu leikmenn NBA-deildarinnar í körfubolta í síðustu viku, Smith í Austurdeildinni en Jefferson í Vesturdeildinni.
J.R. Smith fór fyrir liði New York Knicks sem vann alla fjóra leiki sína í vikunni. Smith var með 29,8 stig, 7,0 fráköst og 1,5 stolna bolta að meðaltali í leikjum vikunnar og skoraði mest 37 stig í sigri á Charlotte Bobcats.
Al Jefferson og félagar í Utah Jazz unnu líka alla fjóra leiki sína og var framherjinn sterki með 19.8 stig, 8.3 fráköst, 2,25 stolna bolta og 1,5 varin skot að meðaltali í leik.
Aðrir sem komu til greina sem leikmenn vikunnar voru þeir Jeff Green hjá Boston Celticx, Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks, Roy Hibbert hjá Indiana Pacers, Mike Conley hjá Memphis Grizzlies, Kevin Durant og Russell Westbrook hjá Oklahoma City Thunder, Tobias Harris hjá Orlando Magic, DeMarcus Cousins hjá Sacramento Kings og Tim Duncan hjá San Antonio Spurs.
J.R. Smith og Jefferson bestir í NBA
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

