Barcelona náði í kvöld sextán stiga forskoti á toppi spænsku úrvalsdeidlarinnar er liðið vann auðveldan útisigur á Real Zaragoza, 0-3.
Liðið var án Lionel Messi og Andres Iniesta í kvöld en það kom ekki að sök. Aðrir leikmenn stigu upp.
Alcantara kom Barca á bragðið og Tello kom Börsungnum í 2-0 fyrir hlé. Tello kláraði síðan leikinn með sínu öðru marki í upphafi síðari hálfleiks.
Real Madrid getur minnkað forskotið niður í þrettán stig síðar í kvöld en liðið var að hefja leik gegn Athletic Bilbao.
Ekkert mál fyrir Barcelona án Messi

Mest lesið






Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn

Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

