Barcelona náði í kvöld sextán stiga forskoti á toppi spænsku úrvalsdeidlarinnar er liðið vann auðveldan útisigur á Real Zaragoza, 0-3.
Liðið var án Lionel Messi og Andres Iniesta í kvöld en það kom ekki að sök. Aðrir leikmenn stigu upp.
Alcantara kom Barca á bragðið og Tello kom Börsungnum í 2-0 fyrir hlé. Tello kláraði síðan leikinn með sínu öðru marki í upphafi síðari hálfleiks.
Real Madrid getur minnkað forskotið niður í þrettán stig síðar í kvöld en liðið var að hefja leik gegn Athletic Bilbao.

