Fótbolti

Ég þarf engin ráð frá Guardiola

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jupp Heynckes.
Jupp Heynckes. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Jupp Heynckes, þjálfari Bayern München, er búinn að gera frábæra hluti með þýska liðið á þessu tímabili. Bayern er að bursta þýsku deildina og fór auðveldlega í gegnum Juventus í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Jupp Heynckes er á sínu síðasta ári með liðið því í sumar mun Josep Guardiola, fyrrum þjálfari Barcelona, taka við af honum. Heynckes er eitthvað viðkvæmur þegar kemur að Guardiola eins og þýskir blaðamann fengu að kynnast í dag.

Bayern drógst á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og blaðamenn spurðu Jupp Heynckes hvort að hann myndi sækjast eftir því að fá ráð frá Guardiola sem ætti að þekkja Barcelona-liðið betur en flestir.

„Viljið gjöra svo vel að bera virðingu fyrir mínu starfi," voru fyrstu viðbrögð Jupp Heynckes.

„Ég þarf engin ráð frá Guardiola eða einhverjum öðrum. Ég hef aldrei beðið einhvern um upplýsingar. Ég þarf enga hjálp til þess að leikgreina andstæðinganna," sagði Heynckes.

Jupp Heynckes þjálfaði á sínum tíma spænsku liðin Athletic Bilbao, Tenerife og Real Madrid. Hann þekkir því mjög vel til spænska boltans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×