HK varð í kvöld Íslandsmeistari í blaki karla eftir sigur á KA, 3-1, í Fagralundi í kvöld. Þetta var oddaleikur liðanna í úrslitarimmunni.
Gestirnir frá Akureyri byrjuðu þó betur í kvöld og unnu fyrstu lotuna, 28-26. HK svaraði þó fyrir sig með því að vinna þá næstu örugglega, 25-9.
Meiri spenna var í næstu tveimur lotum en HK-ingar unnu þær báðar, 25-21 og 25-22, og tryggðu sér þar með titilinn.
HK vann því þrefalt í ár en liðið varð bæði bikar- og deildarmeistari þetta tímabilið.

