Sigurjón M. Egilsson, þáttastjórnandi á Bylgjunni skorar á þá Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, í að mætast í kappræðum í útvarpsþætti hans Sprengisandi.
Það var Reykjavík síðdegis sem hafði samband við Sigurjón, og raunar voru það Reykjavík síðdegis sem skoruðu á Sigurjón að skora á formennina.
Sigurjón tók vel í það og vill fá svar frá formönnunum fyrir klukkan 13 á morgun.
„Það er alveg ómögulegt að drengirnir nái ekki saman og við verðum að leysa málin,“ segir Sigurjón hlæjandi, og segir að þeir megi fá Sprengisand á sunnudaginn undir kappræðurnar, taki þeir áskoruninni.
Skorar á formennina
Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
