"Ekki sjálfgefið að menn nái saman" Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. apríl 2013 11:51 Mynd/Daníel Rúnarsson „Ég er nú svo sem ekki með neitt umboð til þess,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, um það hvort Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur séu við það að hefja stjórnarmyndunarumræður. Sigurjón M. Egilsson, þáttastjórnandi Sprengisands á Bylgjunni, ásamt Stefáni Jóni Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, ræddi við Sigmund Davíð í síma og var Sigmundur heldur ragur við að gefa of mikið upp. „Nei, það er svo sem ekkert augljóst í þessari stöðu. Nú er ég bara að fara yfir það hverjir eru þingmenn og hvernig þetta fór. Auðvitað verðið þið að velta vöngum og jafnvel koma með kenningar sem þið hafið ekkert fyrir ykkur í, en það er bara það sem tilheyrir þessum degi.“ En hvert telur Sigmundur að verði erfiðasta málið í samningaviðræðum? „Mest umræða hlýtur að verða um skuldamálin en ég er bjartsýnn um að það verði hægt að komast að samkomulagi. Niðurstaða kosninganna sýnir það að það verður að klára þetta, en til viðbótar er þetta nauðsynlegt vegna þess að þetta er réttlætismál.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, var einnig á línunni og vildi engu svara um það hvort stjórnarmyndunarumræður hefjist í dag. Þegar Sigmundur og Bjarni voru spurðir út í það hvernig forsætisráðuneytinu yrði útdeilt, kysu flokkarnir að mynda saman ríkisstjórn, töluðu formennirnir tveir hvor ofan í annan. „Nú er allavega búið að telja og eins og myndin blasir við mér eru stjórnarandstöðuflokkarnir tveir með meirihluta atkvæða. Það var nú ekki alveg ljóst í gær og margir gerðu mikið úr því í gær að það vantaði meirihluta atkvæðanna,“ segir Bjarni og bendir á mikið fylgistap stjórnarflokkanna. „Sterkasta stjórnunarform Íslands, án þess að ég sé að hugsa um hagsmuni flokksins, heldur fyrir land og þjóð og þannig að þingið geti gengið skipulega til verka, er tveggja flokka stjórn, ég hef ekkert breytt um skoðun í því. En það verður að ná málefnalegri samstöðu og það er ekki sjálfgefið að menn nái saman.“ Kosningar 2013 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Sjá meira
„Ég er nú svo sem ekki með neitt umboð til þess,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, um það hvort Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur séu við það að hefja stjórnarmyndunarumræður. Sigurjón M. Egilsson, þáttastjórnandi Sprengisands á Bylgjunni, ásamt Stefáni Jóni Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, ræddi við Sigmund Davíð í síma og var Sigmundur heldur ragur við að gefa of mikið upp. „Nei, það er svo sem ekkert augljóst í þessari stöðu. Nú er ég bara að fara yfir það hverjir eru þingmenn og hvernig þetta fór. Auðvitað verðið þið að velta vöngum og jafnvel koma með kenningar sem þið hafið ekkert fyrir ykkur í, en það er bara það sem tilheyrir þessum degi.“ En hvert telur Sigmundur að verði erfiðasta málið í samningaviðræðum? „Mest umræða hlýtur að verða um skuldamálin en ég er bjartsýnn um að það verði hægt að komast að samkomulagi. Niðurstaða kosninganna sýnir það að það verður að klára þetta, en til viðbótar er þetta nauðsynlegt vegna þess að þetta er réttlætismál.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, var einnig á línunni og vildi engu svara um það hvort stjórnarmyndunarumræður hefjist í dag. Þegar Sigmundur og Bjarni voru spurðir út í það hvernig forsætisráðuneytinu yrði útdeilt, kysu flokkarnir að mynda saman ríkisstjórn, töluðu formennirnir tveir hvor ofan í annan. „Nú er allavega búið að telja og eins og myndin blasir við mér eru stjórnarandstöðuflokkarnir tveir með meirihluta atkvæða. Það var nú ekki alveg ljóst í gær og margir gerðu mikið úr því í gær að það vantaði meirihluta atkvæðanna,“ segir Bjarni og bendir á mikið fylgistap stjórnarflokkanna. „Sterkasta stjórnunarform Íslands, án þess að ég sé að hugsa um hagsmuni flokksins, heldur fyrir land og þjóð og þannig að þingið geti gengið skipulega til verka, er tveggja flokka stjórn, ég hef ekkert breytt um skoðun í því. En það verður að ná málefnalegri samstöðu og það er ekki sjálfgefið að menn nái saman.“
Kosningar 2013 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Sjá meira