Ekki hægt að sakast við Árna Pál Helga Arnardóttir skrifar 30. apríl 2013 19:06 Ekki er hægt að sakast við Árna Pál Árnason formann Samfylkingarinnar um fylgishrun flokksins í kosningunum að mati stjórnmálafræðings þar sem Árni hafi tekið við flokknum þegar hann mældist með tiltölulega lágt fylgi. Hann telur Árna hafa verið í sambærilegri stöðu og Bjarni Benediktsson þegar hann tók við Sjálfstæðisflokknum eftir hrun. Þingmenn Samfylkingar sem duttu af þingi í kosningunum um helgina hafa gagnrýnt Árna Pál Árnason formann flokksins og forystuna vegna fylgishrunsins og sagt flokkinn hafa yfirgefið sín stærstu stefnumál í aðdraganda kosninganna sem voru stjórnarskrár-og fiskveiðistjórnunarmálið og ESB viðræðurnar. Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri segir Árna hafa tekið við Samfylkingunni á mjög erfiðum tíma þar sem flokkurinn hafi verið búinn að missa nærri helmingsfylgi í febrúar. „Það er nú varla hægt að sjá beina tengingu á milli þess að Árni Páll tekur við sem formaður og þessa fylgishruns. Hann fær góða kosningu sem formaður flokksins þremur mánuðum fyrir kosningar en mjög fljótlega fór hann á kaf í einhver björgunarstörf í stjórnarskrármálinu þegar þingið var á síðustu metrunum. Björgun sem mæltist mjög misjafnlega fyrir, honum hefði kannski ekki veitt af þeim tíma til að hefja kosningabaráttuna fyrr." Grétar segir tilkomu Bjartrar framtíðar og Lýðræðisvaktarinnar einnig hafa haft mikil áhrif á fylgishrun Samfylkingarinnar. Hann segir að flokkurinn þurfi nú að fara í mjög alvarlega naflaskoðun og fara yfir það sem fór úrskeiðis. „Að mínu mati held ég að Samfylkingin hafi verið að fá sína hrunkosningu núna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk í kosningunum fyrir fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn kom náttúrulega laskaður út út hruninu, það slitnaði upp úr stjórnarsamstarfinu við Samfylkingu og Bjarni tók við á þeim tímapunkti þegar flokkurinn var að tapa miklu fylgi og galt síðan afhroð í kosningunum 2009. Það er auðvitað varla hægt að skrifa það eitt út af fyrir sig á Bjarna og ekki þá heldur getum við skrifað fylgistap Samfylkingarinnar á Árna Pál ef að flokkurinn var þá þegar búinn að tapa helmingi fylgisins," segir Grétar. Kosningar 2013 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Ekki er hægt að sakast við Árna Pál Árnason formann Samfylkingarinnar um fylgishrun flokksins í kosningunum að mati stjórnmálafræðings þar sem Árni hafi tekið við flokknum þegar hann mældist með tiltölulega lágt fylgi. Hann telur Árna hafa verið í sambærilegri stöðu og Bjarni Benediktsson þegar hann tók við Sjálfstæðisflokknum eftir hrun. Þingmenn Samfylkingar sem duttu af þingi í kosningunum um helgina hafa gagnrýnt Árna Pál Árnason formann flokksins og forystuna vegna fylgishrunsins og sagt flokkinn hafa yfirgefið sín stærstu stefnumál í aðdraganda kosninganna sem voru stjórnarskrár-og fiskveiðistjórnunarmálið og ESB viðræðurnar. Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri segir Árna hafa tekið við Samfylkingunni á mjög erfiðum tíma þar sem flokkurinn hafi verið búinn að missa nærri helmingsfylgi í febrúar. „Það er nú varla hægt að sjá beina tengingu á milli þess að Árni Páll tekur við sem formaður og þessa fylgishruns. Hann fær góða kosningu sem formaður flokksins þremur mánuðum fyrir kosningar en mjög fljótlega fór hann á kaf í einhver björgunarstörf í stjórnarskrármálinu þegar þingið var á síðustu metrunum. Björgun sem mæltist mjög misjafnlega fyrir, honum hefði kannski ekki veitt af þeim tíma til að hefja kosningabaráttuna fyrr." Grétar segir tilkomu Bjartrar framtíðar og Lýðræðisvaktarinnar einnig hafa haft mikil áhrif á fylgishrun Samfylkingarinnar. Hann segir að flokkurinn þurfi nú að fara í mjög alvarlega naflaskoðun og fara yfir það sem fór úrskeiðis. „Að mínu mati held ég að Samfylkingin hafi verið að fá sína hrunkosningu núna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk í kosningunum fyrir fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn kom náttúrulega laskaður út út hruninu, það slitnaði upp úr stjórnarsamstarfinu við Samfylkingu og Bjarni tók við á þeim tímapunkti þegar flokkurinn var að tapa miklu fylgi og galt síðan afhroð í kosningunum 2009. Það er auðvitað varla hægt að skrifa það eitt út af fyrir sig á Bjarna og ekki þá heldur getum við skrifað fylgistap Samfylkingarinnar á Árna Pál ef að flokkurinn var þá þegar búinn að tapa helmingi fylgisins," segir Grétar.
Kosningar 2013 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira