Samfylkingin lagðist gegn eignanámssátt um hluta Vatnsenda Helga Arnardóttir skrifar 5. maí 2013 13:02 Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi Samfylkingin í Kópavogsbæ lagðist gegn því að gerð yrði eignarnámssátt um hluta Vatnsendajarðarinnar 2007. Þetta segir oddviti flokksins sem telur bæinn ekki hafa þurft að standa í málaferlum við ábúanda Vatnsenda hefði hefðbundin eignarnámsleið verið farin. Kópavogsbær tók um 840 hektara af Vatnsendajörðinni eignarnámi árið 2007 og gerð var svokölluð eignarnámssátt við Þorstein Hjaltested ábúanda jarðarinnar. „Við stóðum á móti þessari svokölluðu eignarnámssátt sem var gerð við ábúanda Vatnsenda á sínum tíma. Við töldum það alveg eðlilegt að Kópavogsbær myndi taka jörðina eignarnámi en þá vildum við bara fara þessa hefðbundnu eignarnámsleið og taka alla jörðina eignarnámi en ekki fara þessa svokölluðu samningaleið sem var svo farin á sínum tíma því þar var verið að binda skipulagslegar forsendur inn í þetta samkomulag og fleiri þættir sem hafa flækt stöðuna," segir Guðríður Arnardóttir oddviti Samfylkingar í Kópavogi. Rökin fyrir því sem meirihlutinn færði fyrir því 2007 að gera eignarnámssátt frekar en að fara í hefðbundið eignarnám voru að það yrði miklu ódýrara fyrir bæinn. Kópavogsbær greiddi tæpa 2,3 milljarða fyrir jörðina til Þorsteins Hjaltested ábúanda á Vatnsenda og hefur hann verið skattakóngur árin 2010 og 2011. Þá var gerður samningur um önnur atriði. Þorsteinn átti að fá 11% af öllum þeim lóðum sem var úthlutað í Vatnsendahlíðinnni, bæði atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði og byggingarétt á 300 sérbýlishúsalóðum syðst við Vatnið. Þá var samkomulag um að hann ætti ekki að borga gatnagerðargjöld og yfirtökugjöld. Ágreiningur hefur verið um efndir á þessum atriðum og hefur Þorsteinn staðið í málaferlum við Kópavogsbæ frá 2010. „Það hefði verið ódýrara fyrir Kópavogsbæ að fara hefðbundna eignarnámsleið og taka því hvaða bætur yrðu úrskurðaðar til ábúanda. Svo þótti okkur ekki verjandi að hafa þennan samning svona óljósan. Það voru svo mörg atriði í samkomulaginu sem maður gat séð fyrir að gætu valdið vandræðum til lengri tíma eins og reyndar hefur sýnt sig. Við stæðum ekki í þessum sporum í dag hefðum við bara gert þetta samkvæmt eðlilegri og hefðbundinni leið þá í rauninni væri þetta mál úr sögunni gagnvart Kópavogsbæ." Guðríður segir allar forsendur fyrir þeim málaferlum brostnar í ljósi nýlegs Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að jörðin Vatnsendi væri eign dánarbús Sigurðar Hjaltested heitins en ekki Þorsteins. Minnihlutinn hafi einnig varað við eignarnámssáttinni á sínum tíma einmitt vegna þess hversu óskýrt eignarhaldið á Vatnsenda væri og málaferli afkomenda Sigurðar Hjaltested afa Þorsteins væru í uppsiglingu. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Samfylkingin í Kópavogsbæ lagðist gegn því að gerð yrði eignarnámssátt um hluta Vatnsendajarðarinnar 2007. Þetta segir oddviti flokksins sem telur bæinn ekki hafa þurft að standa í málaferlum við ábúanda Vatnsenda hefði hefðbundin eignarnámsleið verið farin. Kópavogsbær tók um 840 hektara af Vatnsendajörðinni eignarnámi árið 2007 og gerð var svokölluð eignarnámssátt við Þorstein Hjaltested ábúanda jarðarinnar. „Við stóðum á móti þessari svokölluðu eignarnámssátt sem var gerð við ábúanda Vatnsenda á sínum tíma. Við töldum það alveg eðlilegt að Kópavogsbær myndi taka jörðina eignarnámi en þá vildum við bara fara þessa hefðbundnu eignarnámsleið og taka alla jörðina eignarnámi en ekki fara þessa svokölluðu samningaleið sem var svo farin á sínum tíma því þar var verið að binda skipulagslegar forsendur inn í þetta samkomulag og fleiri þættir sem hafa flækt stöðuna," segir Guðríður Arnardóttir oddviti Samfylkingar í Kópavogi. Rökin fyrir því sem meirihlutinn færði fyrir því 2007 að gera eignarnámssátt frekar en að fara í hefðbundið eignarnám voru að það yrði miklu ódýrara fyrir bæinn. Kópavogsbær greiddi tæpa 2,3 milljarða fyrir jörðina til Þorsteins Hjaltested ábúanda á Vatnsenda og hefur hann verið skattakóngur árin 2010 og 2011. Þá var gerður samningur um önnur atriði. Þorsteinn átti að fá 11% af öllum þeim lóðum sem var úthlutað í Vatnsendahlíðinnni, bæði atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði og byggingarétt á 300 sérbýlishúsalóðum syðst við Vatnið. Þá var samkomulag um að hann ætti ekki að borga gatnagerðargjöld og yfirtökugjöld. Ágreiningur hefur verið um efndir á þessum atriðum og hefur Þorsteinn staðið í málaferlum við Kópavogsbæ frá 2010. „Það hefði verið ódýrara fyrir Kópavogsbæ að fara hefðbundna eignarnámsleið og taka því hvaða bætur yrðu úrskurðaðar til ábúanda. Svo þótti okkur ekki verjandi að hafa þennan samning svona óljósan. Það voru svo mörg atriði í samkomulaginu sem maður gat séð fyrir að gætu valdið vandræðum til lengri tíma eins og reyndar hefur sýnt sig. Við stæðum ekki í þessum sporum í dag hefðum við bara gert þetta samkvæmt eðlilegri og hefðbundinni leið þá í rauninni væri þetta mál úr sögunni gagnvart Kópavogsbæ." Guðríður segir allar forsendur fyrir þeim málaferlum brostnar í ljósi nýlegs Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að jörðin Vatnsendi væri eign dánarbús Sigurðar Hjaltested heitins en ekki Þorsteins. Minnihlutinn hafi einnig varað við eignarnámssáttinni á sínum tíma einmitt vegna þess hversu óskýrt eignarhaldið á Vatnsenda væri og málaferli afkomenda Sigurðar Hjaltested afa Þorsteins væru í uppsiglingu.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira