Phil Jackson: Jordan var miklu meiri leiðtogi en Kobe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2013 23:30 Michael Jordan og Kobe Bryant. Mynd/Nordic Photos/Getty Phil Jackson vann fjölmarga NBA-titla með bæði Michael Jordan (6) og Kobe Bryant (5) en hefur hingað til ekki verið mikið fyrir að bera þessa tvo stórbrotnu leikmenn saman eða fyrr en nú. Jackson ber þá saman í nýrri bók sem ber heitið "Eleven Rings: The Soul of Success." Phil Jackson vann ellefu meistaratitla sem þjálfari og tvo til viðbótar sem leikmaður í NBA-deildinni í körfubolta en enginn þjálfari hefur stýrt liði oftar til sigurs í NBA. „Einn af aðal muninum á þessum tveimur stjörnuleikmönnum er að Michael var miklu meiri leiðtogi. Hann gat vissulega verið erfiður við liðsfélaga sína en hann kunni þá list frábærlega að stjórna andrúmsloftinu innan liðsins með návist sinni," skrifar Phil Jackson. „Kobe er langt á eftir honum á þessu sviði. Hann er frábær leikmaður en var hafði ekki leiðtogahæfileikana í blóðinu eins og Michael," bætti Jackson við. En hvor þeirra var betri varnarmaður? „Michael var harðari af sér og áhrifameiri varnarmaður. Hann gat komist í gegnum nánast allar hindranir og gat stöðvað næstum því alla leikmenn með sínum einbeitta og ákafa varnarleik. Kobe treystir meira á líkamlegu hæfileika sína í vörninni en tekur miklu fleiri áhættur sem kemur honum oft í vandræði," sagði Jackson. Mynd/Nordic Photos/Getty „Jordan var betri í því að láta leikinn koma til sín í sókninni og átti alltaf eitthvað upp í erminni. Kobe er meira að þröngva sínu ekki síst þegar hlutirnir eru ekki að falla með honum. Þegar Kobe er ekki að hitta þá heldur hann viðþolslaust áfram þar til að það breytist. Michael fann þá aftur á móti aðrar leiðir til að hjálpa liðinu eins og með því að gefa boltann, spila góða vörn eða setja réttu hindranirnar fyrir liðsfélaga sína," skrifar Jackson. „Jordan er gæddur meiri persónutöfrum og hann er mun félagslyndari en Kobe. Michael elskaði að eyða tíma með liðsfélögunum og öryggisvörðunum. Kobe er allt öðruvísi og meira til baka," segir Jackson í bókinni sinni en það var The Los Angeles Times sem komst yfir handrit af henni. NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Sjá meira
Phil Jackson vann fjölmarga NBA-titla með bæði Michael Jordan (6) og Kobe Bryant (5) en hefur hingað til ekki verið mikið fyrir að bera þessa tvo stórbrotnu leikmenn saman eða fyrr en nú. Jackson ber þá saman í nýrri bók sem ber heitið "Eleven Rings: The Soul of Success." Phil Jackson vann ellefu meistaratitla sem þjálfari og tvo til viðbótar sem leikmaður í NBA-deildinni í körfubolta en enginn þjálfari hefur stýrt liði oftar til sigurs í NBA. „Einn af aðal muninum á þessum tveimur stjörnuleikmönnum er að Michael var miklu meiri leiðtogi. Hann gat vissulega verið erfiður við liðsfélaga sína en hann kunni þá list frábærlega að stjórna andrúmsloftinu innan liðsins með návist sinni," skrifar Phil Jackson. „Kobe er langt á eftir honum á þessu sviði. Hann er frábær leikmaður en var hafði ekki leiðtogahæfileikana í blóðinu eins og Michael," bætti Jackson við. En hvor þeirra var betri varnarmaður? „Michael var harðari af sér og áhrifameiri varnarmaður. Hann gat komist í gegnum nánast allar hindranir og gat stöðvað næstum því alla leikmenn með sínum einbeitta og ákafa varnarleik. Kobe treystir meira á líkamlegu hæfileika sína í vörninni en tekur miklu fleiri áhættur sem kemur honum oft í vandræði," sagði Jackson. Mynd/Nordic Photos/Getty „Jordan var betri í því að láta leikinn koma til sín í sókninni og átti alltaf eitthvað upp í erminni. Kobe er meira að þröngva sínu ekki síst þegar hlutirnir eru ekki að falla með honum. Þegar Kobe er ekki að hitta þá heldur hann viðþolslaust áfram þar til að það breytist. Michael fann þá aftur á móti aðrar leiðir til að hjálpa liðinu eins og með því að gefa boltann, spila góða vörn eða setja réttu hindranirnar fyrir liðsfélaga sína," skrifar Jackson. „Jordan er gæddur meiri persónutöfrum og hann er mun félagslyndari en Kobe. Michael elskaði að eyða tíma með liðsfélögunum og öryggisvörðunum. Kobe er allt öðruvísi og meira til baka," segir Jackson í bókinni sinni en það var The Los Angeles Times sem komst yfir handrit af henni.
NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Sjá meira