Sýslumaðurinn farinn úr Dalasýslu Kristján Már Unnarsson skrifar 13. maí 2013 18:45 Dalamenn óttast að saga sýslumannsembættis Dalasýslu, sem talin er ná aftur til þrettándu aldar, sé brátt öll. Frá síðustu mánaðamótum hefur sýslumaður Snæfellsness gegnt embættinu. Kolröng byggðastefna, segir sveitarstjóri Dalabyggðar. Allt frá því Auður djúpúðga nam land við Hvammsfjörð hafa Dalir átt höfðingja- og embættismannasetur. Þar bjuggu valdamenn Sturlungaaldar, þaðan drottnaði Ólöf ríka og þar hafa jafnan í gegnum aldirnar setið sýslumenn, - allt þar til nú. Tómlegt er orðið á sýsluskrifstofunni í Búðardal eftir að síðasti sýslumaður lét af störfum þann 1. maí og er nú aðeins einn starfsmaður í hálfu starfi eftir á skrifstofunni. Innanríkisráðuneytið ákvað í ljósi frumvarpsdraga um fækkun sýslumannsembætta að bíða með að ráða í embættið en fela sýslumanninum í Stykkishólmi að gegna því tímabundið. „Þetta er kolröng stefna og öfug byggðastefna," segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, og segir að nær væri að styrkja einingarnar á hverjum stað enda sé hægt að sinna mörgum verkefnum jafnt í Búðardal sem Reykjavík. Kristján kammerráð, Magnús Ketilsson, Hannes Hafstein og Friðjón Þórðarson eru meðal frægra sýslumanna í sögu Dalasýslu en talið er að embættið megi rekja allt aftur til Járnsíðulaga frá þrettándu öld. En hér eru ekki aðeins að verða söguleg tímamót. Sveitarfélagið sér einnig á bak starfi sem krafðist háskólamenntunar og skilaði háu útsvari. Sveitarstjórinn segir þetta enn eitt áfallið í þá veruna: „Við höfum svo sem horft upp á þetta, að kannski sérstaklega stjórnunarstörfum og störfum á vegum ríkisins hefur fækkað ár frá ári. Hér munar náttúrlega um hvert einasta starf þannig að þetta er verulegt áhyggjuefni." Dalabyggð Stjórnsýsla Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Dalamenn óttast að saga sýslumannsembættis Dalasýslu, sem talin er ná aftur til þrettándu aldar, sé brátt öll. Frá síðustu mánaðamótum hefur sýslumaður Snæfellsness gegnt embættinu. Kolröng byggðastefna, segir sveitarstjóri Dalabyggðar. Allt frá því Auður djúpúðga nam land við Hvammsfjörð hafa Dalir átt höfðingja- og embættismannasetur. Þar bjuggu valdamenn Sturlungaaldar, þaðan drottnaði Ólöf ríka og þar hafa jafnan í gegnum aldirnar setið sýslumenn, - allt þar til nú. Tómlegt er orðið á sýsluskrifstofunni í Búðardal eftir að síðasti sýslumaður lét af störfum þann 1. maí og er nú aðeins einn starfsmaður í hálfu starfi eftir á skrifstofunni. Innanríkisráðuneytið ákvað í ljósi frumvarpsdraga um fækkun sýslumannsembætta að bíða með að ráða í embættið en fela sýslumanninum í Stykkishólmi að gegna því tímabundið. „Þetta er kolröng stefna og öfug byggðastefna," segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, og segir að nær væri að styrkja einingarnar á hverjum stað enda sé hægt að sinna mörgum verkefnum jafnt í Búðardal sem Reykjavík. Kristján kammerráð, Magnús Ketilsson, Hannes Hafstein og Friðjón Þórðarson eru meðal frægra sýslumanna í sögu Dalasýslu en talið er að embættið megi rekja allt aftur til Járnsíðulaga frá þrettándu öld. En hér eru ekki aðeins að verða söguleg tímamót. Sveitarfélagið sér einnig á bak starfi sem krafðist háskólamenntunar og skilaði háu útsvari. Sveitarstjórinn segir þetta enn eitt áfallið í þá veruna: „Við höfum svo sem horft upp á þetta, að kannski sérstaklega stjórnunarstörfum og störfum á vegum ríkisins hefur fækkað ár frá ári. Hér munar náttúrlega um hvert einasta starf þannig að þetta er verulegt áhyggjuefni."
Dalabyggð Stjórnsýsla Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira