Hrafnhildur Lúthersdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar og Eygló Óskar Gústafsdóttir og Anton Sveinn McKee úr Ægi unnu til gullverðlauna í sundi á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í dag.
Hrafnhildur vann sigur í 200 metra fjórsundi á tímanum 2:17,27 mín sem er mótsmet. Eygló Óskar varð önnur á 2:20,99 mínútum.
Eygló Ósk kom fyrst í mark í 200 metra baksundi á tímanum 2:15,21 mínútum sem einnig er mótsmet. Í öðru sæti varð Jóhanna systir hennar á 2:18,05 mínútum.
Anton Sveinn kom fyrstur í mark í 200 metra fjórsundi á tímanum 2:05,95 mínútum. Anton Sveinn bætti hann þar með Íslandsmet Arnar Arnarsonar um 0,93 sekúndur en það er frá árinu 2003.
Hrafn Traustason hafnaði í fjórða sæti á tímanum 2:10,46.
Íslendingar unnu einnig til fjölmargra silfur- og bronsverðlauna í dag. Úrslit má sjá hér.
