Miami þvingaði fram oddaleik með ótrúlegum sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. júní 2013 07:19 Miami náði að þvinga fram oddaleik í lokaúrslitum NBA-deildarinnar með hádramatískum sigri í framlengdum leik gegn San Antonio, 103-100. Myndband með samantekt úr leiknum er neðst í fréttinni. Meistararnir í Miami voru með heppnina með sér því Ray Allen (sjá myndband neðst í frétt) tryggði þeim framlengingu með ótrúlegu þriggja stiga skoti þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. Kawhi Leonard hafði farið á vítalínuna skömmu áður og klikkað á öðru skotinu. Það gerði Allen mögulegt að jafna leikinn með þessu ótrúlega skoti. Framlengingin var svo æsispennandi og skiptust liðin á að vera í forystu. Lokamínútan var mögnuð en gestirnir frá San Antonio voru afar ósáttir við að fá ekki villu dæmda þegar að Manu Ginobili keyrði inn að körfunni þegar lítið var eftir.En Miami fékk boltann og Allen skoraði tvö af vítalínunni þegar 1,9 sekúnda var eftir. San Antonio fékk stutta lokasókn en Danny Green náði ekki að koma skoti að körfunni, þökk sé Chris Bosh sem varði skotið. „Þetta er án nokkurs vafa besti leikur sem ég hef nokkru sinni tekið þátt í,“ sagði LeBron James hjá Miami. Hann tapaði boltanum tvívegis á lokamínútu fjórða leikhluta og var stálheppinn að það færði ekki San Antonio titilinn. James var þó með þrefalda tvennu í leiknum - 32 stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar.San Antonio var hársbreidd frá því að tryggja sér titilinn í nótt og starfsmenn í húsinu voru byrjaðir að undirbúa gólfið fyrir bikarafhendinguna. Leikmenn Miami tóku eftir því. „Við sáum þá setja gula límbandið á gólfið. Þess vegna spiluðar maður fram að lokaflautinu og við gerðum það í kvöld. Við gáfum allt sem við áttum og meira til,“ sagði James. Tim Duncan skoraði 30 stig í leiknum en ekkert í fjórða leikhluta. San Antonio var komið með væna forystu í þeim þriðja en Miami spilaði frábæra vörn í lokaleikhlutanum og héldu sér þannig á floti.„Við vorum bara nokkrum sekúndum frá titlinum og við létum tækifærið úr greipum ganga,“ sagði Ginobili. „Við misstum af nokkrum fráköstum, klikkuðum á nokkrum vítaskotum og Ray setti þennan þrist niður. Þetta var mjög erfitt.“ Leonard var með 22 stig og ellefu fráköst fyrir San Antonio og Tony Parker nítján stig og átta stoðsendingar. Parker hitti illa í leiknum - nýtti aðeins sex af 23 skotum sínum. Ginobili tapaði boltanum alls átta sinnum í leiknum sem reyndist dýrkeypt. Hjá Miami var Chris Bosh með tíu stig og ellefu fráköst. Mario Chalmers var með 20 stig og Dwyane Wade fjórtán. Staðan í rimmunni er því 3-3 og fer oddaleikurinn fram í Miami aðfaranótt föstudags. NBA Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Miami náði að þvinga fram oddaleik í lokaúrslitum NBA-deildarinnar með hádramatískum sigri í framlengdum leik gegn San Antonio, 103-100. Myndband með samantekt úr leiknum er neðst í fréttinni. Meistararnir í Miami voru með heppnina með sér því Ray Allen (sjá myndband neðst í frétt) tryggði þeim framlengingu með ótrúlegu þriggja stiga skoti þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. Kawhi Leonard hafði farið á vítalínuna skömmu áður og klikkað á öðru skotinu. Það gerði Allen mögulegt að jafna leikinn með þessu ótrúlega skoti. Framlengingin var svo æsispennandi og skiptust liðin á að vera í forystu. Lokamínútan var mögnuð en gestirnir frá San Antonio voru afar ósáttir við að fá ekki villu dæmda þegar að Manu Ginobili keyrði inn að körfunni þegar lítið var eftir.En Miami fékk boltann og Allen skoraði tvö af vítalínunni þegar 1,9 sekúnda var eftir. San Antonio fékk stutta lokasókn en Danny Green náði ekki að koma skoti að körfunni, þökk sé Chris Bosh sem varði skotið. „Þetta er án nokkurs vafa besti leikur sem ég hef nokkru sinni tekið þátt í,“ sagði LeBron James hjá Miami. Hann tapaði boltanum tvívegis á lokamínútu fjórða leikhluta og var stálheppinn að það færði ekki San Antonio titilinn. James var þó með þrefalda tvennu í leiknum - 32 stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar.San Antonio var hársbreidd frá því að tryggja sér titilinn í nótt og starfsmenn í húsinu voru byrjaðir að undirbúa gólfið fyrir bikarafhendinguna. Leikmenn Miami tóku eftir því. „Við sáum þá setja gula límbandið á gólfið. Þess vegna spiluðar maður fram að lokaflautinu og við gerðum það í kvöld. Við gáfum allt sem við áttum og meira til,“ sagði James. Tim Duncan skoraði 30 stig í leiknum en ekkert í fjórða leikhluta. San Antonio var komið með væna forystu í þeim þriðja en Miami spilaði frábæra vörn í lokaleikhlutanum og héldu sér þannig á floti.„Við vorum bara nokkrum sekúndum frá titlinum og við létum tækifærið úr greipum ganga,“ sagði Ginobili. „Við misstum af nokkrum fráköstum, klikkuðum á nokkrum vítaskotum og Ray setti þennan þrist niður. Þetta var mjög erfitt.“ Leonard var með 22 stig og ellefu fráköst fyrir San Antonio og Tony Parker nítján stig og átta stoðsendingar. Parker hitti illa í leiknum - nýtti aðeins sex af 23 skotum sínum. Ginobili tapaði boltanum alls átta sinnum í leiknum sem reyndist dýrkeypt. Hjá Miami var Chris Bosh með tíu stig og ellefu fráköst. Mario Chalmers var með 20 stig og Dwyane Wade fjórtán. Staðan í rimmunni er því 3-3 og fer oddaleikurinn fram í Miami aðfaranótt föstudags.
NBA Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira