Dorrit gerði ráð fyrir að Ólafur yrði ekki forseti Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 15. júní 2013 12:55 Ólafur Ragnar og Dorrit eru glæsileg hjón. MYND/ANTON BRINK Dorrit Moussaieff forsetafrú flutti lögheimili sitt til Bretlands þegar hún taldi ekki vera horfur á því að Ólafur Ragnar yrði forseti. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fyrir stundu. Út frá þessu gerði Dorrit ráð fyrir að geta sinnt störfum sínum í London meira. Einkum í ljósi þess að foreldrar hennar, sem eru búsettir þar, eru nú háaldraðir. Þeir eru skartgripasafnarar og er fjölskyldan vellauðug. Eignir fjölskyldunnar eru metnar á tugi milljarða og hefur hún meðal annars ratað á lista Times um auðugustu fjölskyldur heims. Hér er yfirlýsing Dorritar í heild sinni:Vegna frétta um breytingu á lögheimili mínu í fyrra vil ég taka eftirfarandi fram:Þegar horfur voru á að eiginmaður minn yrði ekki lengur forseti gerði ég ráðstafanir til að geta sinnt meira fyrri störfum mínum í London, einkum í ljósi þess að foreldrar mínir, sem stjórnað hafa fjölskyldufyrirtækinu, eru nú háaldraðir.Breytingin var gerð samkvæmt ráðleggingum lögfræðinga á grundvelli eftirfarandi lagaákvæða:„Ákvæði 7. gr. lögheimilislaga um að hjón eigi saman lögheimili verður að skoða í tengslum við ákvæði annarra laga sem fjalla um heimili, heimilisfesti og aðsetur. Má í því sambandi t.d. nefna ákvæði 2. mgr. 63. gr. tekjuskattslaga nr. 90/2003, sbr. 1. gr. sömu laga. Í þessum ákvæðum er fjallað um heimilisfesti manna á Íslandi og kemur fram í 63. gr., sem fjallar um hjón, að svo geti verið ástatt hjá hjónum að annar makinn sé skattskyldur ótakmarkað vegna heimilisfesti hér á landi, þ.e. með lögheimili, en hinn makinn með takmarkaða skattskyldu, þ.e. ekki með lögheimili hér á landi vegna ákvæða samninga Íslands við önnur ríki eða af öðrum ástæðum. Ákvæði 63. greinarinnar eiga einkum við erlenda ríkisborgara og með samningum við önnur ríki er t.d. átt við ákvæði tvísköttunarsamninga. Þá er rétt að vekja athygli á því að samkvæmt lögum um tilkynningar aðsetursskipta nr. 73/1952 eru strangar reglur um að tilkynna skuli um aðseturskipti.“ Tengdar fréttir Ólafur og Dorrit með sitthvort lögheimilið Lögheimili Dorritar Moussaieff er nú í Bretlandi. Samkvæmt lögum þurfa hjón að slíta samvistum ef annað flytur. Ólafur og Dorrit eru þó enn gift, samkvæmt upplýsingum frá Bessastöðum. Ástæðan er heimili og fjölskylda hennar í London. 15. júní 2013 00:01 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Dorrit Moussaieff forsetafrú flutti lögheimili sitt til Bretlands þegar hún taldi ekki vera horfur á því að Ólafur Ragnar yrði forseti. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fyrir stundu. Út frá þessu gerði Dorrit ráð fyrir að geta sinnt störfum sínum í London meira. Einkum í ljósi þess að foreldrar hennar, sem eru búsettir þar, eru nú háaldraðir. Þeir eru skartgripasafnarar og er fjölskyldan vellauðug. Eignir fjölskyldunnar eru metnar á tugi milljarða og hefur hún meðal annars ratað á lista Times um auðugustu fjölskyldur heims. Hér er yfirlýsing Dorritar í heild sinni:Vegna frétta um breytingu á lögheimili mínu í fyrra vil ég taka eftirfarandi fram:Þegar horfur voru á að eiginmaður minn yrði ekki lengur forseti gerði ég ráðstafanir til að geta sinnt meira fyrri störfum mínum í London, einkum í ljósi þess að foreldrar mínir, sem stjórnað hafa fjölskyldufyrirtækinu, eru nú háaldraðir.Breytingin var gerð samkvæmt ráðleggingum lögfræðinga á grundvelli eftirfarandi lagaákvæða:„Ákvæði 7. gr. lögheimilislaga um að hjón eigi saman lögheimili verður að skoða í tengslum við ákvæði annarra laga sem fjalla um heimili, heimilisfesti og aðsetur. Má í því sambandi t.d. nefna ákvæði 2. mgr. 63. gr. tekjuskattslaga nr. 90/2003, sbr. 1. gr. sömu laga. Í þessum ákvæðum er fjallað um heimilisfesti manna á Íslandi og kemur fram í 63. gr., sem fjallar um hjón, að svo geti verið ástatt hjá hjónum að annar makinn sé skattskyldur ótakmarkað vegna heimilisfesti hér á landi, þ.e. með lögheimili, en hinn makinn með takmarkaða skattskyldu, þ.e. ekki með lögheimili hér á landi vegna ákvæða samninga Íslands við önnur ríki eða af öðrum ástæðum. Ákvæði 63. greinarinnar eiga einkum við erlenda ríkisborgara og með samningum við önnur ríki er t.d. átt við ákvæði tvísköttunarsamninga. Þá er rétt að vekja athygli á því að samkvæmt lögum um tilkynningar aðsetursskipta nr. 73/1952 eru strangar reglur um að tilkynna skuli um aðseturskipti.“
Tengdar fréttir Ólafur og Dorrit með sitthvort lögheimilið Lögheimili Dorritar Moussaieff er nú í Bretlandi. Samkvæmt lögum þurfa hjón að slíta samvistum ef annað flytur. Ólafur og Dorrit eru þó enn gift, samkvæmt upplýsingum frá Bessastöðum. Ástæðan er heimili og fjölskylda hennar í London. 15. júní 2013 00:01 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Ólafur og Dorrit með sitthvort lögheimilið Lögheimili Dorritar Moussaieff er nú í Bretlandi. Samkvæmt lögum þurfa hjón að slíta samvistum ef annað flytur. Ólafur og Dorrit eru þó enn gift, samkvæmt upplýsingum frá Bessastöðum. Ástæðan er heimili og fjölskylda hennar í London. 15. júní 2013 00:01