Fótbolti

Mark Margrétar Láru dugði ekki

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Margrét Lára í leik með Kristianstad.
Margrét Lára í leik með Kristianstad.

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Kristianstad sem tapaði 3-1 gegn Örebro í miðjuslag í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Margrét Lára kom gestunum á bragðið strax á 16. mínútu en Örebro svaraði með þremur mörkum. Eyjakonan lék á miðjunni hjá Kristianstad ásamt Guðnýju Björk Óðinsdóttur. Guðný var í dag valin í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Dönum 20. júní.

Margrét Lára spilaði allar níutíu mínúturnar sem er góðs viti fyrir íslenska kvennalandsliðið. 28 dagar eru í að flautað verði til leiks á EM í Svíþjóð. Sif Atladóttir sat allan tímann á varamannabekk Kristianstad en hún á við meiðsli að stríða.

Kristianstad hefur 13 stig eftir ellefu leiki en Örebro hefur 16 stig. Sigurinn kom Örebro í efri hluta deildarinnar en Kristianstad situr eftir fyrir neðan miðja deild. Fleiri leikir fara fram í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×