Danny Green, leikmaður San Antonio Spurs, hefur mátt þola slæma meðferð á samfélagsmiðlum eftir að myndir birtust af honum á djamminu með leikmönnum Miami Heat eftir oddaleik liðanna.
Héldu margir að Green hefði verið að fagna með andstæðingunum en LeBron James, stjarna Miami, segir það ekki vera rétt.
James skrifaði á Twitter að Green hefði komið til þeirra og óskað þeim til hamingju. LeBron notaði um leið tækifærið til þess að segja Green að hann væri stoltur af honum.
Green var sem sagt staddur á sama skemmtistað en var ekki með Miami-föruneytinu.
Green er fyrrum leikmaður Cleveland en hann þurfti að fara í NBA D-deildina áður en hann kom til Spurs. Hann setti met í úrslitunum er hann skoraði 25 þriggja stiga körfur í 38 skotum.
Green var ekki að djamma með leikmönnum Miami

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn


Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti



„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Þorleifur snýr heim í Breiðablik
Íslenski boltinn

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1
