Mildi þykir að fleiri hafi ekki slasast þegar flugvélin brotlenti á Akureyri á öðrum tímanum í dag. Vélin brotlenti við endann á akstursíþróttabraut Bílaklúbbs Akureyrar en keppni í götuspyrnu átti að hefjast þar klukkan tvö.
Brak úr vélinni hentist yfir brautina og þykir mildi að það hafi ekki farið í áhorfendur eða keppendur. Sjúkrabílar komu á staðinn nokkrum mínútum síðar.
Að sögn sjónvarvotta tók flugvélin skarpa beygju áður en hún brotlenti.
Mildi þykir að fleiri hafi ekki slasast
![Milldi þykir að fleiri hafi ekki slasast þegar flugvélin brotlenti á Akureyri í dag.](https://www.visir.is/i/B251DFC879E3A69323860DCC2BEF72A33016DF874CFA24DCBA528211A720B21D_713x0.jpg)