Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, verða á Íslendingaslóðum í Kanada og Bandaríkjunum frá og með deginum í dag og fram á þriðjudag.
Ráðherrahjónin verða heiðursgestir á Íslendingahátíðum, sem haldnar verða í Gimli í Manitoba og Mountain í Norður-Dakóta, og taka þar þátt í hátíðarhöldum.
Einnig munu ráðherrahjónin verða viðstödd ýmsa menningarviðburði og heimsækja staði sem tengjast vesturförunum. Þá mun forsætisráðherra eiga fund með Greg Selinger, forsætisráðherra Manitoba, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.
Sigmundur Davíð og frú á Íslendingaslóðum
Kristján Hjálmarsson skrifar
