Setti Íslandsmet en fékk ekki að keppa í undanúrslitum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2013 09:28 Ingibjörg Kristín var að vonum svekkt að fá ekki að keppa í undanúrslitum í gær. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, sundkona úr SH, fékk að kynnast öllum tilfinningaskalanum við keppni í 50 metra skriðsundi á HM í Barcelona í gær. Ingibjörg kom í mark á tímanum 28,62 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet frá því í apríl um 27/100 úr sekúndu. „Þetta var alveg geðveikt. Ég var rosalega ánægð. Þetta var framar vonum," sagði Ingibjörg í viðtali á heimasíðu Sundsambands Íslands. Landsliðsþjálfarinn Jacky Pellerin hafði á orði að sundið hefði heppnast frábærlega hjá Ingibjörgu. Hún tók undir að vel hefði gengið en hún hefði þó getað gert enn betur á lokametrunum. Ingibjörg var aðeins 2/100 úr sekúndu frá því að tryggja sér sæti í úrslitum en sextán hröðustu fóru áfram. Ingibjörg hafnaði í 17.-18. sæti ásamt finnskri sundkonu. „Það er auðvitað svekkjandi því sextán fara í úrslit og ég var númer sautján." Svekkelsið var hins vegar enn meira augnablikum síðar. Í ljós kom að einn þeirra keppenda sem hafði tryggt sér sæti í undanúrslitum gæti ekki keppt. Venju samkvæmt hefði þá Ingibjörg átt að keppa við finnsku sundkonuna í umsundi um sætið sem losnaði. Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambandsins sem gegnir starfi liðsstjóra í Barcelona, og Pellerin reyndu að ná sambandi við mótstjórana en var vísað frá af öryggisvörðum. Á sama tíma gekk finnski liðsstjórinn frá því að finnski keppandinn yrði fyrstur inn ef til kæmi úrskráning. Sundsambandið hefur lagt fram formlega kvörtun til Alþjóðasundsambandsins FINA vegna málsins. „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt og allir mjög svekktir yfir þessu en því verður ekki breytt. Mistökin gerast og við höldum sterk áfram," kemur fram á heimasíðu Sundsambandsins. Anton Sveinn McKee og Hrafnhildur Lúthersdóttir keppa í dag í 200 metra bringusundi. Sund Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, sundkona úr SH, fékk að kynnast öllum tilfinningaskalanum við keppni í 50 metra skriðsundi á HM í Barcelona í gær. Ingibjörg kom í mark á tímanum 28,62 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet frá því í apríl um 27/100 úr sekúndu. „Þetta var alveg geðveikt. Ég var rosalega ánægð. Þetta var framar vonum," sagði Ingibjörg í viðtali á heimasíðu Sundsambands Íslands. Landsliðsþjálfarinn Jacky Pellerin hafði á orði að sundið hefði heppnast frábærlega hjá Ingibjörgu. Hún tók undir að vel hefði gengið en hún hefði þó getað gert enn betur á lokametrunum. Ingibjörg var aðeins 2/100 úr sekúndu frá því að tryggja sér sæti í úrslitum en sextán hröðustu fóru áfram. Ingibjörg hafnaði í 17.-18. sæti ásamt finnskri sundkonu. „Það er auðvitað svekkjandi því sextán fara í úrslit og ég var númer sautján." Svekkelsið var hins vegar enn meira augnablikum síðar. Í ljós kom að einn þeirra keppenda sem hafði tryggt sér sæti í undanúrslitum gæti ekki keppt. Venju samkvæmt hefði þá Ingibjörg átt að keppa við finnsku sundkonuna í umsundi um sætið sem losnaði. Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambandsins sem gegnir starfi liðsstjóra í Barcelona, og Pellerin reyndu að ná sambandi við mótstjórana en var vísað frá af öryggisvörðum. Á sama tíma gekk finnski liðsstjórinn frá því að finnski keppandinn yrði fyrstur inn ef til kæmi úrskráning. Sundsambandið hefur lagt fram formlega kvörtun til Alþjóðasundsambandsins FINA vegna málsins. „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt og allir mjög svekktir yfir þessu en því verður ekki breytt. Mistökin gerast og við höldum sterk áfram," kemur fram á heimasíðu Sundsambandsins. Anton Sveinn McKee og Hrafnhildur Lúthersdóttir keppa í dag í 200 metra bringusundi.
Sund Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn