Fótbolti

Dortmund skilaði methagnaði

Leikmenn Dortmund fóru á kostum á síðustu leiktíð.
Leikmenn Dortmund fóru á kostum á síðustu leiktíð.
Þýska félagið Dortmund var á barmi gjaldþrots árið 2005. Nú átta árum síðar er félagið að skila methagnaði.

Dortmund hagnaðist um 8,5 milljarða króna á síðasta tímabili. Það gekk vel á leiktíðinni hjá Dortmund og félagið fór meðal annars alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Svo hefur félagið selt menn eins og Mario Götze og Ivan Perisic. Það skilaði félaginu miklum hagnaði.

Félagið er nú nánast skuldlaust og stjórnarmenn félagsins horfa björtum augum til framtíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×