Lionel Messi, besti knattspyrnumaður heims meiddist í 2-0 sigri Barcelona gegn Almeria í gærkvöldi. Skoðanir hafa leitt í ljós að um er að ræða meiðsli aftan á hægra læri og Messi verður frá næstu vikurnar.
Barcelona hefur unnið alla sjö leiki sína hingað til á tímabilinu og í þeim hefur Messi skorað ellefu mörk. Hann fer á meiðslalistann og er þar með landa sínum Javier Mascherano, Carlos Puyol og Jordi Alba.
Hann missir því af næsta leik Barcelona í Meistaradeildinni gegn Celtic í Glasgow. Barcelona hefur harma að hefna eftir að hafa tapað gegn Celtic á Celtic Park á síðasta tímabili. Það er þó búist við að Messi verði klár í stórleikinn gegn Real Madrid á Nou Camp í næsta mánuði.
