Atletico Madrid gerði sér lítið fyrir í kvöld og vann frábæran 0-1 útisigur á Real Madrid. Það var Brasilíumaðurinn Diego Costa sem skoraði eina mark leiksins. Það kom eftir rúmlega tíu mínútna leik.
Angel di Maria tapaði boltanum á hættulegum stað og Atletico refsaði grimmilega.
Gestirnir voru mun sterkari í þessum leik. Sköpuðu fjölda færa og gáfu nákvæmlega engin færi á sér.
Atletico búið að vinna alla sjö leiki sína í deildinni rétt eins og Barcelona. Real Madrd er þegar fimm stigum á eftir toppliðunum.

