Real Madrid vann nokkuð sannfærandi sigur á Málaga í spænsku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn fór fram á Bernabéu.
Staðan var 0-0 í hálfleik en Ángel Di María skoraði fyrsta mark leiksins í upphafi síðari hálfleiksins.
Það var síðan Cristiano Ronaldo sem setti boltann í netið úr vítaspyrnu í uppbótartíma leiksins.
Real Madrid er í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig en Málaga í því tíunda með níu stig.
Öruggt hjá Real Madrid gegn Málaga
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið





„Þjáning í marga daga“
Handbolti




Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti

Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti