Þáttur BBC, Crimewatch, hefur verið sýndur víða um Evrópu á síðustu dögum og hafa fjölmargir haft samband með upplýsingar sem gætu varpað ljósi á hvarf Madeleine í Algarve, Portúgal árið 2007.
Madeleine var þriggja ára þegar hún var numin á brott. Breska lögreglan hefur birt skissur af tveimur mönnum sem þeir vilja ná tali af í tengslum við hvarf Madeleine. Hér að ofan má sjá þáttinn Crimewatch í heild sinni þar sem fjallað er um hvarf Madeleine sem er 10 ára gömul í dag sé hún enn á lífi.
