Jör með kvenfatalínu og stefnir á erlendan markað Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. október 2013 18:45 Tískufyrirtækið Jör er í sókn en í næsta mánuði hyggst fyrirtækið kynna nýja kvenfatalínu og sérstaka deild með kvenfatnaði í verslun Jör á Laugavegi. Í kjölfarið á síðan að ráðast í sókn á erlenda markaði. Jör er hugarfóstur Guðmundar Jörundssonar fatahönnuðar sem fyrirtækið er kennt við en hann stofnaði Jör ásamt vini sínum Gunnari Erni Petersen. Með stuðningi fjárfesta hefur fyrirtækið sett á markað klassískan fatnað og skó fyrir herra og opnað verslun á Laugavegi, en þeir Guðmundur og Gunnar Örn eru gestir okkar í nýjasta þætti Klinksins. Stöðug eftirspurn hefur verið eftir herrafatalínu Jör eftir að fyrirtækið opnaði verslunina, en innan skamms hyggst Jör kynna kvenfatalínu og í kjölfarið verður opnuð sérstök deild í versluninni fyrir kvenfatnað.Bindið þið vonir við að kvenfatalínan verði skrefið sem þið þurfið til að komast inn á erlendan markað? „Já, það hefur verið mjög mikill áhugi, en þetta er auðvitað miklu stærra, þ.e þessi dömubransi,“ segir Guðmundur Jörundsson.Birgir Þór Bieltvedt stór hluthafi í Jör Gríðarleg vinna er á bak við nýsköpunar- og frumkvöðlafyrirtæki eins og Jör og til þess að koma því almennilega á laggirnar þurftu þeir félagar að fá fjármögnun. „Fyrirtækið var stofnað á miklum hlaupum í október í fyrra og við fórum þá strax í að reyna að fjármagna okkur. Gummi var þá kominn vel á veg með hönnun línu. Þetta byrjaði þannig að við fengum lán frá nokkrum aðilum sem voru að aðstoða okkur í upphafi og síðar kom fjárfestir inn í þetta með okkur,“ segir Gunnar. Fjárfestirinn sem hann er að vísa í er Birgir Þór Bieltvedt sem hefur fjárfest í nokkrum mæli á Norðurlöndunum og keypti aftur Domino's á Íslandi árið 2011 eftir að hafa selt það með miklum hagnaði árið 2005.Birgir Þór Bieltvedt.„Hann er búinn að vera í þessum bransa og með öflugt tengslanet í Skandinavíu. Ég frétti af honum, hitti hann og talaði við hann. Ég hitti hann fyrst á tískuvikunni í Kaupmannahöfn 2012. Svo vorum við að hittast reglulega og hann var mikið að hjálpa okkur í átta, níu mánuði. Svo kom hann inn í restina,“ segir Guðmundur Jörundsson um samstarfið við Birgi Þór Bieltvedt. Gunnar segir að þetta hafi tekið sinn tíma. „Við rædddum margoft við hann og vorum búnir að kynnast honum áður en hann kom inn. Ég held að það sé mjög heilbrigt. Og það er þannig með Birgi að við vildum vinna með honum, ekki bara fá hann sem fjárfesti af því hann var með peninga, því hann er með reynslu í þessum bransa í gegnum Day Birger & Mikkelsen. Hann hefur líka komið að fleiri fatamerkjum og rekið verslanir í Skandinavíu.“ Viðtalið við þá Guðmund Jörundsson og Gunnar Örn Petersen í heild sinni í Klinkinu má nálgast hér. Klinkið Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku Sjá meira
Tískufyrirtækið Jör er í sókn en í næsta mánuði hyggst fyrirtækið kynna nýja kvenfatalínu og sérstaka deild með kvenfatnaði í verslun Jör á Laugavegi. Í kjölfarið á síðan að ráðast í sókn á erlenda markaði. Jör er hugarfóstur Guðmundar Jörundssonar fatahönnuðar sem fyrirtækið er kennt við en hann stofnaði Jör ásamt vini sínum Gunnari Erni Petersen. Með stuðningi fjárfesta hefur fyrirtækið sett á markað klassískan fatnað og skó fyrir herra og opnað verslun á Laugavegi, en þeir Guðmundur og Gunnar Örn eru gestir okkar í nýjasta þætti Klinksins. Stöðug eftirspurn hefur verið eftir herrafatalínu Jör eftir að fyrirtækið opnaði verslunina, en innan skamms hyggst Jör kynna kvenfatalínu og í kjölfarið verður opnuð sérstök deild í versluninni fyrir kvenfatnað.Bindið þið vonir við að kvenfatalínan verði skrefið sem þið þurfið til að komast inn á erlendan markað? „Já, það hefur verið mjög mikill áhugi, en þetta er auðvitað miklu stærra, þ.e þessi dömubransi,“ segir Guðmundur Jörundsson.Birgir Þór Bieltvedt stór hluthafi í Jör Gríðarleg vinna er á bak við nýsköpunar- og frumkvöðlafyrirtæki eins og Jör og til þess að koma því almennilega á laggirnar þurftu þeir félagar að fá fjármögnun. „Fyrirtækið var stofnað á miklum hlaupum í október í fyrra og við fórum þá strax í að reyna að fjármagna okkur. Gummi var þá kominn vel á veg með hönnun línu. Þetta byrjaði þannig að við fengum lán frá nokkrum aðilum sem voru að aðstoða okkur í upphafi og síðar kom fjárfestir inn í þetta með okkur,“ segir Gunnar. Fjárfestirinn sem hann er að vísa í er Birgir Þór Bieltvedt sem hefur fjárfest í nokkrum mæli á Norðurlöndunum og keypti aftur Domino's á Íslandi árið 2011 eftir að hafa selt það með miklum hagnaði árið 2005.Birgir Þór Bieltvedt.„Hann er búinn að vera í þessum bransa og með öflugt tengslanet í Skandinavíu. Ég frétti af honum, hitti hann og talaði við hann. Ég hitti hann fyrst á tískuvikunni í Kaupmannahöfn 2012. Svo vorum við að hittast reglulega og hann var mikið að hjálpa okkur í átta, níu mánuði. Svo kom hann inn í restina,“ segir Guðmundur Jörundsson um samstarfið við Birgi Þór Bieltvedt. Gunnar segir að þetta hafi tekið sinn tíma. „Við rædddum margoft við hann og vorum búnir að kynnast honum áður en hann kom inn. Ég held að það sé mjög heilbrigt. Og það er þannig með Birgi að við vildum vinna með honum, ekki bara fá hann sem fjárfesti af því hann var með peninga, því hann er með reynslu í þessum bransa í gegnum Day Birger & Mikkelsen. Hann hefur líka komið að fleiri fatamerkjum og rekið verslanir í Skandinavíu.“ Viðtalið við þá Guðmund Jörundsson og Gunnar Örn Petersen í heild sinni í Klinkinu má nálgast hér.
Klinkið Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku Sjá meira