Nadezhda Tolokonnikova, einn meðlima rússnesku kvennapönksveitarinnar Pussy Riot, er komin í leitirnar eftir að ekkert hafði til hennar spurst í 26 daga. Yfirvöld í Rússlandi vildu ekki gefa upplýsingar um afdrif hennar þar til í gær, þegar tilkynnt var að hún hefði verið flutt á sjúkrahús fanganýlendu í Síberíu.
Tolokonnikova fór í hungurverkfall þann 23. september til að mótmæla slæmum aðbúnaði og ofbeldi í Mordovia-fangelsinu, þar sem hún var áður. Óttast var að hún væri með berkla en að sögn fréttamanns BBC er hún við góða heilsu og gengst nú undir rannsóknir vegna hungurverkfallsins.
Pyoter Verzilov, eiginmaður Tolokonnikovu, sagði í samtali við Rolling Stone á dögunum að hann teldi yfirvöld vilja útiloka eiginkonu sína frá umheiminum vegna mótmæla hennar. Tolokonnikova var handtekin á síðasta ári ásamt tveimur öðrum konum í hljómsveitinni, eftir uppákomu í dómkirkjunni í Moskvu, þar sem hljómsveitin efndi til mótmæla gegn rússneskum stjórnvöldum. Þær hlutu tveggja ára fangelsisdóma.

I just spoke to Pyotr Verzilov (@gruppa_voina) who confirmed Pussy Riot's Nadia @tolokno called him ..from a prison hospital in Krasnoyarsk
— Daniel Sandford (@BBCDanielS) November 14, 2013
Nadia @tolokno said she is fine, does not have tuberculosis, and is having tests following her hunger strike
— Daniel Sandford (@BBCDanielS) November 14, 2013