Körfubolti

Paul jafnaði met Magic Johnson

Chris Paul og Blake Griffin.
Chris Paul og Blake Griffin.
Chris Paul fór á kostum og var enn og aftur með tvöfalda tvennu fyrir LA CLippers er liðið vann góðan sigur á Oklahoma Thunder.

Paul var með 14 stig og 16 stoðsendingar. Hann er búinn að ná tvöfaldri tvennu í öllum níu leikjum Clippers í vetur. Það hefur ekki gerst síðan árið 1990 er Magic Johnson náði þeim árangri.

Thunder var án Kendrick Perkins í leiknum en hann fór til fjölskyldunnar þar sem afi hans var að falla frá. Svo var Serge Ibaka rekinn af velli í fyrri hálfleik fyrir slagsmál.

Úrslit:

Orlando-Milwaukee  94-91

Philadelphia-Houston  123-117

Boston-Charlotte  83-89

Memphis-Toronto  87-103

Minnesota-Cleveland  124-95

Atlanta-NY Knicks  91-95

San Antonio-Washington  92-79

Denver-LA Lakers  111-99

Utah-New Orleans  111-105

Portland-Phoenix  90-89

Sacramento-Brooklyn  107-86

LA Clippers-Oklahoma  111-103

Staðan í NBA-deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×