Grótta er komin í átta liða úrslit Coca Cola bikars kvenna í handbolta eftir 26-19 sigur á HK í Digranesi í kvöld.
Leikurinn í Kópavogi í kvöld var jafn framan af og leiddu gestirnir 12-10 í hálfleik. Leiðir skildu í síðari hálfleik þar sem Seltirningar sigu fram úr.
Guðrún Erla Bjarnadóttir skoraði níu mörk fyrir HK og Anna María Guðmundsdóttir kom næst með fjögur. Hjá gestunum skoruðu Sunna María Einarsdóttir og Lene Burmo sex mörk hvor.
Gróttustelpur áfram í bikarnum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn






Hólmbert skiptir um félag
Fótbolti
