Jón Margeir Sverrisson setti fimm Íslandsmet á fyrsta degi Íslandsmeistaramótsins í 25m laug sem hófst í Ásvallalaug í Hafnarfirði í kvöld og heldur síðan áfram í dag og á morgun. Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra fer fram samhliða Íslandsmótinu
Jón Margeir kórónaði afmælisdaginn sinn, 21 árs í dag, með því að synda fyrsta sprettinn með boðsundssveit Fjölnis í 4 x 200 metra skriðsundi en Fjölnir vann gullið og bætti tæplega þrettán ára gamalt Íslandsmet.
Fjölnismenn syntu á tímanum 7.34,50 mínútum og settu Íslandsmet en gamla metið átti sveit SH, 7.35,34 og var það frá því í mars árið 2001. Sveit Fjölnis skipuðu þeir: Jón Margeir Sverrisson, Kristinn Þórarinsson, Hilmar Smári Jónsson og Daníel Hannes Pálsson.
Jón Margeir hafði fyrr um daginn tvíbætt Íslandsmet sitt í 400 metra skriðsundi, sett met í 200 metra flugsundi og fyrsti spretturinn hans í boðssundinu var Íslandsmet í 200 metra skriðsundi. Jón Margeir hjálpaði síðan eins og áður sagði Fjölni að setja Íslandsmet í boðsundinu.
Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi bætti eigið Íslandsmet í tveimur greinum. Fyrst í í 200 metra baksundi þegar hún synti til sigurs á tímanum 2.06,59 mínútum. Gamla metið hennar var 2.07,10 mínútur frá því í desember 2011.
Eygló var þó ekki hætt og setti einnig Íslandsmet í 200 metra fjórsundi er hún synti á tímanum 2.13,41 mínútum og bætti gamla metið sitt frá því í október 2011 um tæpar tvær sekúndur (2.15,10 mínútur).
Jón Margeir hjálpaði karlasveit Fjölnis að bæta tólf ára Íslandsmet
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“
Íslenski boltinn






„Holan var of djúp“
Körfubolti
