Það var hörkuleikur í NFL-deildinni í nótt er Atlanta Falcons tók á móti New Orleans Saints. Dýrlingarnir unnu leikinn, 17-14.
Afar skemmtilegt atvik átti sér stað í öðrum leikhluta. Þá skoraði fyrrum körfuboltamaðurinn Jimmy Graham snertimark fyrir Saints.
Hann er vanur að fagna öllum sínum snertimörkum með því að troða boltanum yfir markið. Engin breyting varð á því í gær.
Hann hékk þó of lengi á slánni með þeim afleiðingum að markið skekktist. Þurfti að gera hlé á leiknum meðan markið var lagað.
Atvikið má sjá hér.
Skekkti markið er hann fagnaði snertimarki
