Það voru snjóskaflar á vellinum og snjónum kyngdi niður lungann úr leiknum. Svo mikil var snjókoman að vart sást inn á völlinn lengi vel og leikmenn áttu hreinlega erfitt með að fóta sig á vellinum.
Leikmenn Philadelphia kunnu þó betur við sig í snjónum því þeir unnu sannfærandi sigur, 34-20.
Magnaðar myndir úr þessum ótrúlega leik má sjá hér að ofan.
