Bílasali í Seattle er í vondum málum eftir að auglýsingabrella sprakk í andlitið á honum í kjölfar 23-0 sigurs Seattle Seahawks á NY Giants.
Í von um að fá sem mest fólk á bílasöluna lofaði bílasalinn tólf viðskiptavinum 4 milljónum króna ef Seattle myndi ekki fá á sig stig gegn Giants.
Hann gerði aldrei ráð fyrir því að slíkt myndi gerast. Seattle fór í langt ferðalag og var að spila á útivelli. Það gerðist samt.
Hann verður nú að greiða heppnum viðskiptavinum einar 48 milljónir króna og var dregið hverjir duttu í lukkupotinn í dag.
"Þetta er alger bilun. Ég átti aldrei von á því að ég yrði að gefa þessa peninga," sagði bílasalinn í losti.
NY Giants kostaði bílasala 48 milljónir króna
