Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 58-84 | Snæfell hirti toppsætið Árni Jóhannsson skrifar 14. desember 2013 13:30 Mynd/Valli Snæfell gerði góða ferð til Keflavíkur í dag þar sem liðið vann sannfærandi sigur á heimamönnum í toppslag Domino's-deildar kvenna. Eftir jafnan fyrsta leikhluta náðu gestirnir yfirhöndinni. Snæfell sigldi svo endanlega fram úr undir lokinn og vann sanngjarnan sigur. Liðin voru jöfn að stigum á toppi deildarinnar fyrir leikinn í dag. Snæfell er nú eitt efst á toppnum með 22 stig. Keflavík er með 20 stig. Leikurinn byrjaði fjörlega sóknarlega en varnir liðanna voru ekki framkvæmdar á fullum krafti. Liðin skiptust á að skora allan fjórðunginn og var staðan til dæmis 8-9 þegar tæpar fjórar mínútur liðnar. Snæfellingar virtust samt sem áður hafa meiri áhuga á að spila körfubolta og náðu þær til dæmis mestri forystu í fyrsta fjórðung 12-16. Heimamenn unna þann mun upp og síðan leið fjórðungurinn á því að liðin skiptust á körfum og var staða 18-20 fyrir Snæfell að honum loknum. Snæfellingar hafa fengið sérstaklega góða hvatningu frá þjálfara sínum milli fyrsta og annars fjórðungs því þær komu út úr leikhléinu á fullum krafti og byrjuðu fjórðunginn á 7-0 sprett og juku forystu sína í níu stig. Heimamönnum gekk erfiðlega að skora framan af öðrum fjórðun en opin skot þeirra fóru ekki ofan í og ekki vildu öll vítaskotin rata rétta leið. Snæfellingar nýttu sér það og juku forystuna enn frekar og varð hún mest 14 stig, 24-38. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 31-44 gestunum í vil og var forystan verðskulduð. Snæfellingar sýndu meiri baráttu og voru duglegari að ná sér í sóknarfráköst sem þær skiluðu í körfuna aftur, voru með alls 12 sóknarfráköst í hálfleik. Atkvæðamestar voru Bryndís Guðmundsdóttir og Porsche Landry hjá Keflavík, báðar með 9 stig en Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 12 stig í fyrri hálfleik fyrir gestina. Í þriðja leikhluta héldu gestirnir áfram að spila betur en eftir að heimakonur náðu að skora fyrstu stig leikhlutans komust Snæfellingar á 6-0 sprett og þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir af leikhlutanum voru gestirnir komnar með 20 stiga forystu. Miklu meiri stemmning var í herbúðum Snæfellinga og virtust þær vilja það meirar að vera í toppsætinu í jólafríinu. Keflvíkingar bitu þó aðeins frá sér í lok fjórðungsins og unnu seinustu mínúturnar 8-4 en gestirnir héldu þó 16 stiga forystu fyrir loka átökin. Seinasti fjórðungurinn var á sömu nótunum og annar og þriðji leikhluti. Snæfellingar spiluðu fína vörn og sýndu mikla baráttu og hleyptu Keflvíkingum aldrei í færi til að gera einhverja hluti til að minnka muninn. Gestirnir nýttu sóknir sínar vel og var munurinn til dæmis orðinn 22 stig þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum og var í raun og veru aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi lenda í fjórða leikhluta. Endaði leikurinn með 58-84 sigri Snæfellinga og voru þær vel að sigrinum komnar. Skotnýting heimakvenna kostaði þær mjög í leiknum en þriðjungur tveggja stiga skota þeirra rataði rétta leið og einungis eitt þriggja stiga skot af 12 fór rétta leið. Einnig voru gestirnir grimmari undir körfunni og tóku 22 sóknarfráköst í dag og 57 í heildina á móti 43, sem sýnir að viljinn var meiri Snæfells megin.Bryndís Guðmundsdóttir: Vantar meira frá fleiri leikmönnum „Við mættum ekki tilbúnar til leiks og þær börðust meira. Þær spiluðu sem lið en við gerðum það ekki.“ Þetta voru fyrstu viðbrögð Bryndísar Guðmundsdóttur leikmanns Keflavíkur eftir tap þeirra gegn Snæfell í dag. Hún var spurð hvort hún hefði einhverja skýringu á slæmri skotnýtingu sinna liðsmanna í leiknum: „Það vantar kannski aðeins meira sjálfsöryggi hjá stelpunum. Það er að þora og ætla sér að skora, það vantar meira öryggi í skotin hjá okkur.“ Um fyrri helming mótsins hafði Bryndís að segja: „Þetta er búið að vera flott hjá okkur, við erum kannski búnar að hafa Birnu Valgarðs. í tvo leik. Við erum með ungt lið, ég held að ég sé elst og ég er 25 ára og restin er 17 til 19 ára. Mér finnst við vera á mjög góðum stað miðað við það en það vantar samt miklu meira frá fleiri leikmönnum.“Ingi Þór Steinþórsson: Náðum að kreista allt út úr öllum leikmönnumí dag Þjálfari Snæfellinga var að vonum ánægður með sína leikmenn eftir sigurinn á móti Keflavík í dag. „Ef litið er á tölfræðina þá sést að við erum að fá framlag frá öllum leikmönnum en ekki bara einum eða tveimur. Við erum fáar sökum anna og meiðsla en við náðum að kreista allt sem við gátum út úr öllum leikmönnum í dag og er ég mjög ánægður að leikurinn hafi farið svona. Ég ætla samt að taka það fram að við erum ekki komnar eitt né neitt og ekki búnar að vinna neitt. Við verðum á toppnum um jólin og getum látið okkur líða vel með það en ætlum samt að nýta jólafríið til að æfa enn betur og koma enn betur stemmdar eftir jól.“ Ingi var beðinn upp að gera upp fyrri helming Íslandsmótsins hjá sínu liði. „Við höfum verið vaxandi og kjarninn er virkilega góður, við erum í þessu fyrir hvort annað, það er mikil samstaða í gangi og leikskilningur milli leikmanna er að gerast og við ætlum að gera góða hluti. Við erum með þrjár stelpur í Reykjavík sem spila með okkur en æfa ekki með okkur en samstaðan í liðinu og hugarfarið er þannig að við ætlum að láta þetta ganga upp. Við erum búnar með fyrri helminginn og erum mjög sátt með hvernig staðan er. Það vantar enn Berglindi [Gunnarsdóttur] og Öldu [Leif Jónsdóttur] ég veit ekki hvenær þær koma inn en við fögnum því þegar þær koma til baka.“Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 18/15 frák., Porsche Landry 16, Sara Hinriksdóttir 11, Sandra Þrastardóttir 8, Lovísa Falsdóttir 4, Thelma Ágústsdóttir 1.Snæfell: Chynna Brown 21, Hildur Kjartansdóttir 20/18 frák., Hildur Sigurðardóttir 15/8 frák./8 stoðs., Eva Kjartansdóttir 9, Hugrún Valdimarsdóttir 8, Guðrún Þorsteinsdóttir 6, Hegla Björgvinsdóttir 5.Bein textalýsing:4. leikhluti | 58-84: Leiknum er lokið með sigri Snæfellinga og áttu þær sigurinn fyllilega skilið og verða í toppsætinu um jólin.4. leikhluti | 58-82: Chynna Brown nær í villu og fer á vítalínunar. Annað vítið fer niður. 1:14 eftir.4. leikhluti | 57-81: Snæfell neyðir Keflavík til að falla á skotklukkunni, fara síðan í sókn og skorar 1:58 eftir.4. leikhluti | 57-79: Keflavík tekur leikhlé þegar 2:57 eru eftir. Munurinn er orðinn 22 stig og nokkuð ljóst hvernig þessi leikur fer ef ég á að segja alveg eins og er. Elfa Falsdóttir, fædd 1998 er kominn inn á hjá heimakonum.4. leikhluti | 57-77: Nú skiptast liðin á að skora, það hentar Snæfell betur en heimakonum það sem eftir er leiks. 3:39 eftir.4. leikhluti | 53-73: Fimm mínútur eftir af leiknum og það er aftur 20 stiga munur.4. leikhluti | 53-69: Bryndís Guðmundsdóttri skorar körfu og fær villu að auki. Vítaskotið fer rétta leið niður og sker hún forystuna niður í 16 stig. Snæfell tekur þá leikhlé þegar 5:32 eru eftir.4. leikhluti | 50-69: Snæfell bætir þremur stigum í sarpinn og 19 stiga munur staðreynd. 6:54 eftir.4. leikhluti | 50-66: Snæfell heldur áfram á sömu nótunum góð vörn og nýta sóknir sínar. 7:53 eftir.4. leikhluti | 48-62: Seinasti fjórðungur hafinn. Keflvíkingar skorar fyrstu stigin, þröngva gestunum í erfitt skot og fiska síðan sóknarvillu á Snæfell. 8:58 eftir.3. leikhluti | 46-62: Fjórðungnum er lokið og Snæfellingar ná að halda heimakonum 16 stigum frá sér. Keflvíkingar bitu aðeins frá sér í lok leikhlutans en náðu ekki að vinna nægjanlega vel á forystunni.3. leikhluti | 44-60: Keflvíkingar náðu að skora fjögur stig í röð en Snæfellingar náðu að stoppa sprettinn áður en hann varð að einhverju merkilegu. Landry skorar síðan úr löngu tveggja stiga skoti. 1:44 eftir.3. leikhluti | 40-58: Bryndís Guðmunds. nær að minnka muninn fyrir heimakonur. 2:44 eftir.3. leikhluti | 38-58: 3:49 eftir af leikhlutanum og það er 20 stiga munur. Gestirnir spila eins og þær sem valdið hafa og viljann einnig. Miklu meiri stemmning hjá gestunum.3. leikhluti | 38-56: Frábært gegnumbrothjá Evu Kristjánsdóttur og munurinn er orðinn 16 stig. Snæfellingar eru meira að segja byrjaðar að pressa. 4: 48 eftir.3. leikhluti | 38-54: 14 stiga munur, heimamenn eru ekki að ná að setja saman spretti til að minnka muninn. Snæfell spilar fínan varnarleik og ná að leysa vörn heimamanna á mjög áhrifaríkan hátt.5:46 eftir.3. leikhluti | 38-50: Snæfellingar hefja seinni hálfleikinn af svipuðum krafti og komust á 6-0 sprett Landry stöðvaði þann sprett með þriggja stiga körfu. 7:06 eftir.3. leikhluti | 33-46: Keflvíkingar hefja seinni hálfleikinn á því að skora en gestirnir svara að bragði. 9 mín. eftir.2. leikhluti | 31-44: Keflvíkingar lögðu af stað í seinustu sóknina og fengu tvö víti. Annað vítið fór ofan í og Snæfell fékk tækifæri á seinasta skotinu sem gekk ekki eftir. Þar með lauk hálfleiknum og hafa gestirnir 13 stiga forystu í hálfleik, þær bættu heldur betur í í öðrum fjórðung og eiga forystuna fyllilega verðskuldaða.2. leikhluti | 28-40: Ein og hálf mínúta eftir og munurinn er 12 stig. Varnir liðanna eru orðnar betri en Hildur Sigurðardóttir skoraði körfu úr erfiðari aðstöðu til að brjóta 40 stiga múrinn.2. leikhluti | 26-38: Bryndís Guðmundsdóttir minnkar muninn af harðfylgi. 2:34 eftir.2. leikhluti | 24-38: Hildur Sigurðardóttir kemur gestunum í 14 stiga forystu. Mun minna skorað í þessum fjórðung en þeim fyrsta en Snæfell gengur betur í sókninni heldur en heimamönnum. 3:42 eftir.2. leikhluti | 24-36: Það hefur gengið erfiðlega að skora hjá Keflvíkingum að skora í fjórðungnum. Opin skot vilja ekki ofan í og víti rata ekki rétt leið heldur. 5:05 eftir.2. leikhluti | 23-36: Meira kapp hlaupið í varnir liðanna en Snæfell skorar þriggja stiga körfu og Keflavík tekur leikhlé þegar 5:21 er eftir af hálfleiknum. 13 stiga munur gestunum í vil.2. leikhluti | 22-33: Munurinn er orðinn 11 stig og Snæfellingar hafa völdin á vellinum. Hildur Kjartansdóttir er komin með 8 stig fyrir gestina. 7:17 eftir.2. leikhluti | 20-27: 2-9 sprettur hjá gestunum í fjórðungnum sem hófst á 0-7 sprett. Níunda stigið kom eftir enn eitt sóknarfrákastið hjá Snæfellingum. 8:04 eftir.2. leikhluti | 18-20: Annar fjórðungur hafinn og Snæfell hefur sókn. 9:50 eftir.1. leikhluti | 18-20: Snæfell komst yfir og Keflavík reyndi seinustu sóknina en náðu ekki skota á körfuna fyrr en það var orðið of seint. Gestirnir leiða því þegar fyrsta fjórðung er lokið.1. leikhluti | 18-18: Jafnt þegar hálf mínúta er eftir af leikhlutanum.1. leikhluti | 16-18: Snæfells konur komnar yfir aftur þegar 1:53 eru eftir. Einn leikmanna Keflavíkur þurfti að yfirgefa völlinn og fá aðhlynningu. Það var hún Thelma Ásgeirsdóttir.1. leikhluti | 16-16: Keflavík nær að jafna. Það er ekki mikið um stopp í vörnum liðanna en þetta er hin fínasta skemmtun. 3:12 eftir.1. leikhluti | 12-16: Enn er skipst á að skora, nú var það Hildur Sigurðardóttir sem negldi niður þrist og mesti munur dagsins hefur litið dagsins ljós. 3:56 eftir.1. leikhluti | 8-11: Keflavík tekur leikhlé þegar 5:41 eru eftir. Andy Johnston þjálfari heimamanna er óánægður með kraftin í stelpunum sínum og hefur hann rétt á því. Snæfellingar virðast vilja mikið meira að spila körfubolta í dag.1. leikhluti | 8-9: Liðin skiptast á að skora en enn eru það fráköstin sem eru að kosta Keflvíkinga. Snæfellingar hafa náð tveimur sóknarfráköstum sem þær hafa skilað í körfuna. 6:25 eftir.1. leikhluti | 2-4: Snæfell svara með fjórum stigum í röð og eru komnar yfir. 8:47 eftir1. leikhluti | 2-0: Keflvíkingar hefja stigaskorið af vítalínunni. 9:31 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru Snæfell sem hefja leik. 9:58 eftir.Fyrir leik: Tæpar fjórar mínútur í leik og lay-up hringirnir eru farnir af miklum móð hjá báðum liðum eins og venjan er rétt fyrir leik. Örfáar hræður eru mættar í kofann, það væri vonandi að fleiri myndu láta sjá sig enda topp leikur í vændum.Fyrir leik: Erlendu leikmenn liðanna eru stigahæstar í vetur. Hjá Snæfell er það Chynna Unique Brown sem skorar 23,3 stig að meðaltali í leik og hjá Keflavík skorar Porsche Landry 22,2 stig að meðaltali í leik.Fyrir leik: Liðin hafa mæst einu sinni í vetur og var það í Stykkishólmi í byrjun nóvember. Þar unnu Keflavíkurkonur sigur 69-68 í hörkuleik. Stelpurnar í Snæfell eiga því harma að hefna í dag. Þar voru atkvæðamesta Hildur Sigurðardóttir fyrir Snæfell með 20 stig en hjá Keflavík var Porsche Landry stigahæst með 26 stig.Fyrir leik: Eins og segir í fyrirsögninni þá er toppsætið í deildinni í húfi í leiknum í dag. Bæði lið hafa unnið 10 leiki og tapað þremur og hafa því 20 stig hvort. Það er því vitað mál að kærleikurinn sem oft kennir aðventuna verður víðsfjarri í dag milli þessara liða.Fyrir leik: Velkomin í lýsingu Vísis frá leik Keflavíkur og Snæfells. Dominos-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Leik lokið: KR - Njarðvík 101-57 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Snæfell gerði góða ferð til Keflavíkur í dag þar sem liðið vann sannfærandi sigur á heimamönnum í toppslag Domino's-deildar kvenna. Eftir jafnan fyrsta leikhluta náðu gestirnir yfirhöndinni. Snæfell sigldi svo endanlega fram úr undir lokinn og vann sanngjarnan sigur. Liðin voru jöfn að stigum á toppi deildarinnar fyrir leikinn í dag. Snæfell er nú eitt efst á toppnum með 22 stig. Keflavík er með 20 stig. Leikurinn byrjaði fjörlega sóknarlega en varnir liðanna voru ekki framkvæmdar á fullum krafti. Liðin skiptust á að skora allan fjórðunginn og var staðan til dæmis 8-9 þegar tæpar fjórar mínútur liðnar. Snæfellingar virtust samt sem áður hafa meiri áhuga á að spila körfubolta og náðu þær til dæmis mestri forystu í fyrsta fjórðung 12-16. Heimamenn unna þann mun upp og síðan leið fjórðungurinn á því að liðin skiptust á körfum og var staða 18-20 fyrir Snæfell að honum loknum. Snæfellingar hafa fengið sérstaklega góða hvatningu frá þjálfara sínum milli fyrsta og annars fjórðungs því þær komu út úr leikhléinu á fullum krafti og byrjuðu fjórðunginn á 7-0 sprett og juku forystu sína í níu stig. Heimamönnum gekk erfiðlega að skora framan af öðrum fjórðun en opin skot þeirra fóru ekki ofan í og ekki vildu öll vítaskotin rata rétta leið. Snæfellingar nýttu sér það og juku forystuna enn frekar og varð hún mest 14 stig, 24-38. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 31-44 gestunum í vil og var forystan verðskulduð. Snæfellingar sýndu meiri baráttu og voru duglegari að ná sér í sóknarfráköst sem þær skiluðu í körfuna aftur, voru með alls 12 sóknarfráköst í hálfleik. Atkvæðamestar voru Bryndís Guðmundsdóttir og Porsche Landry hjá Keflavík, báðar með 9 stig en Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 12 stig í fyrri hálfleik fyrir gestina. Í þriðja leikhluta héldu gestirnir áfram að spila betur en eftir að heimakonur náðu að skora fyrstu stig leikhlutans komust Snæfellingar á 6-0 sprett og þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir af leikhlutanum voru gestirnir komnar með 20 stiga forystu. Miklu meiri stemmning var í herbúðum Snæfellinga og virtust þær vilja það meirar að vera í toppsætinu í jólafríinu. Keflvíkingar bitu þó aðeins frá sér í lok fjórðungsins og unnu seinustu mínúturnar 8-4 en gestirnir héldu þó 16 stiga forystu fyrir loka átökin. Seinasti fjórðungurinn var á sömu nótunum og annar og þriðji leikhluti. Snæfellingar spiluðu fína vörn og sýndu mikla baráttu og hleyptu Keflvíkingum aldrei í færi til að gera einhverja hluti til að minnka muninn. Gestirnir nýttu sóknir sínar vel og var munurinn til dæmis orðinn 22 stig þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum og var í raun og veru aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi lenda í fjórða leikhluta. Endaði leikurinn með 58-84 sigri Snæfellinga og voru þær vel að sigrinum komnar. Skotnýting heimakvenna kostaði þær mjög í leiknum en þriðjungur tveggja stiga skota þeirra rataði rétta leið og einungis eitt þriggja stiga skot af 12 fór rétta leið. Einnig voru gestirnir grimmari undir körfunni og tóku 22 sóknarfráköst í dag og 57 í heildina á móti 43, sem sýnir að viljinn var meiri Snæfells megin.Bryndís Guðmundsdóttir: Vantar meira frá fleiri leikmönnum „Við mættum ekki tilbúnar til leiks og þær börðust meira. Þær spiluðu sem lið en við gerðum það ekki.“ Þetta voru fyrstu viðbrögð Bryndísar Guðmundsdóttur leikmanns Keflavíkur eftir tap þeirra gegn Snæfell í dag. Hún var spurð hvort hún hefði einhverja skýringu á slæmri skotnýtingu sinna liðsmanna í leiknum: „Það vantar kannski aðeins meira sjálfsöryggi hjá stelpunum. Það er að þora og ætla sér að skora, það vantar meira öryggi í skotin hjá okkur.“ Um fyrri helming mótsins hafði Bryndís að segja: „Þetta er búið að vera flott hjá okkur, við erum kannski búnar að hafa Birnu Valgarðs. í tvo leik. Við erum með ungt lið, ég held að ég sé elst og ég er 25 ára og restin er 17 til 19 ára. Mér finnst við vera á mjög góðum stað miðað við það en það vantar samt miklu meira frá fleiri leikmönnum.“Ingi Þór Steinþórsson: Náðum að kreista allt út úr öllum leikmönnumí dag Þjálfari Snæfellinga var að vonum ánægður með sína leikmenn eftir sigurinn á móti Keflavík í dag. „Ef litið er á tölfræðina þá sést að við erum að fá framlag frá öllum leikmönnum en ekki bara einum eða tveimur. Við erum fáar sökum anna og meiðsla en við náðum að kreista allt sem við gátum út úr öllum leikmönnum í dag og er ég mjög ánægður að leikurinn hafi farið svona. Ég ætla samt að taka það fram að við erum ekki komnar eitt né neitt og ekki búnar að vinna neitt. Við verðum á toppnum um jólin og getum látið okkur líða vel með það en ætlum samt að nýta jólafríið til að æfa enn betur og koma enn betur stemmdar eftir jól.“ Ingi var beðinn upp að gera upp fyrri helming Íslandsmótsins hjá sínu liði. „Við höfum verið vaxandi og kjarninn er virkilega góður, við erum í þessu fyrir hvort annað, það er mikil samstaða í gangi og leikskilningur milli leikmanna er að gerast og við ætlum að gera góða hluti. Við erum með þrjár stelpur í Reykjavík sem spila með okkur en æfa ekki með okkur en samstaðan í liðinu og hugarfarið er þannig að við ætlum að láta þetta ganga upp. Við erum búnar með fyrri helminginn og erum mjög sátt með hvernig staðan er. Það vantar enn Berglindi [Gunnarsdóttur] og Öldu [Leif Jónsdóttur] ég veit ekki hvenær þær koma inn en við fögnum því þegar þær koma til baka.“Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 18/15 frák., Porsche Landry 16, Sara Hinriksdóttir 11, Sandra Þrastardóttir 8, Lovísa Falsdóttir 4, Thelma Ágústsdóttir 1.Snæfell: Chynna Brown 21, Hildur Kjartansdóttir 20/18 frák., Hildur Sigurðardóttir 15/8 frák./8 stoðs., Eva Kjartansdóttir 9, Hugrún Valdimarsdóttir 8, Guðrún Þorsteinsdóttir 6, Hegla Björgvinsdóttir 5.Bein textalýsing:4. leikhluti | 58-84: Leiknum er lokið með sigri Snæfellinga og áttu þær sigurinn fyllilega skilið og verða í toppsætinu um jólin.4. leikhluti | 58-82: Chynna Brown nær í villu og fer á vítalínunar. Annað vítið fer niður. 1:14 eftir.4. leikhluti | 57-81: Snæfell neyðir Keflavík til að falla á skotklukkunni, fara síðan í sókn og skorar 1:58 eftir.4. leikhluti | 57-79: Keflavík tekur leikhlé þegar 2:57 eru eftir. Munurinn er orðinn 22 stig og nokkuð ljóst hvernig þessi leikur fer ef ég á að segja alveg eins og er. Elfa Falsdóttir, fædd 1998 er kominn inn á hjá heimakonum.4. leikhluti | 57-77: Nú skiptast liðin á að skora, það hentar Snæfell betur en heimakonum það sem eftir er leiks. 3:39 eftir.4. leikhluti | 53-73: Fimm mínútur eftir af leiknum og það er aftur 20 stiga munur.4. leikhluti | 53-69: Bryndís Guðmundsdóttri skorar körfu og fær villu að auki. Vítaskotið fer rétta leið niður og sker hún forystuna niður í 16 stig. Snæfell tekur þá leikhlé þegar 5:32 eru eftir.4. leikhluti | 50-69: Snæfell bætir þremur stigum í sarpinn og 19 stiga munur staðreynd. 6:54 eftir.4. leikhluti | 50-66: Snæfell heldur áfram á sömu nótunum góð vörn og nýta sóknir sínar. 7:53 eftir.4. leikhluti | 48-62: Seinasti fjórðungur hafinn. Keflvíkingar skorar fyrstu stigin, þröngva gestunum í erfitt skot og fiska síðan sóknarvillu á Snæfell. 8:58 eftir.3. leikhluti | 46-62: Fjórðungnum er lokið og Snæfellingar ná að halda heimakonum 16 stigum frá sér. Keflvíkingar bitu aðeins frá sér í lok leikhlutans en náðu ekki að vinna nægjanlega vel á forystunni.3. leikhluti | 44-60: Keflvíkingar náðu að skora fjögur stig í röð en Snæfellingar náðu að stoppa sprettinn áður en hann varð að einhverju merkilegu. Landry skorar síðan úr löngu tveggja stiga skoti. 1:44 eftir.3. leikhluti | 40-58: Bryndís Guðmunds. nær að minnka muninn fyrir heimakonur. 2:44 eftir.3. leikhluti | 38-58: 3:49 eftir af leikhlutanum og það er 20 stiga munur. Gestirnir spila eins og þær sem valdið hafa og viljann einnig. Miklu meiri stemmning hjá gestunum.3. leikhluti | 38-56: Frábært gegnumbrothjá Evu Kristjánsdóttur og munurinn er orðinn 16 stig. Snæfellingar eru meira að segja byrjaðar að pressa. 4: 48 eftir.3. leikhluti | 38-54: 14 stiga munur, heimamenn eru ekki að ná að setja saman spretti til að minnka muninn. Snæfell spilar fínan varnarleik og ná að leysa vörn heimamanna á mjög áhrifaríkan hátt.5:46 eftir.3. leikhluti | 38-50: Snæfellingar hefja seinni hálfleikinn af svipuðum krafti og komust á 6-0 sprett Landry stöðvaði þann sprett með þriggja stiga körfu. 7:06 eftir.3. leikhluti | 33-46: Keflvíkingar hefja seinni hálfleikinn á því að skora en gestirnir svara að bragði. 9 mín. eftir.2. leikhluti | 31-44: Keflvíkingar lögðu af stað í seinustu sóknina og fengu tvö víti. Annað vítið fór ofan í og Snæfell fékk tækifæri á seinasta skotinu sem gekk ekki eftir. Þar með lauk hálfleiknum og hafa gestirnir 13 stiga forystu í hálfleik, þær bættu heldur betur í í öðrum fjórðung og eiga forystuna fyllilega verðskuldaða.2. leikhluti | 28-40: Ein og hálf mínúta eftir og munurinn er 12 stig. Varnir liðanna eru orðnar betri en Hildur Sigurðardóttir skoraði körfu úr erfiðari aðstöðu til að brjóta 40 stiga múrinn.2. leikhluti | 26-38: Bryndís Guðmundsdóttir minnkar muninn af harðfylgi. 2:34 eftir.2. leikhluti | 24-38: Hildur Sigurðardóttir kemur gestunum í 14 stiga forystu. Mun minna skorað í þessum fjórðung en þeim fyrsta en Snæfell gengur betur í sókninni heldur en heimamönnum. 3:42 eftir.2. leikhluti | 24-36: Það hefur gengið erfiðlega að skora hjá Keflvíkingum að skora í fjórðungnum. Opin skot vilja ekki ofan í og víti rata ekki rétt leið heldur. 5:05 eftir.2. leikhluti | 23-36: Meira kapp hlaupið í varnir liðanna en Snæfell skorar þriggja stiga körfu og Keflavík tekur leikhlé þegar 5:21 er eftir af hálfleiknum. 13 stiga munur gestunum í vil.2. leikhluti | 22-33: Munurinn er orðinn 11 stig og Snæfellingar hafa völdin á vellinum. Hildur Kjartansdóttir er komin með 8 stig fyrir gestina. 7:17 eftir.2. leikhluti | 20-27: 2-9 sprettur hjá gestunum í fjórðungnum sem hófst á 0-7 sprett. Níunda stigið kom eftir enn eitt sóknarfrákastið hjá Snæfellingum. 8:04 eftir.2. leikhluti | 18-20: Annar fjórðungur hafinn og Snæfell hefur sókn. 9:50 eftir.1. leikhluti | 18-20: Snæfell komst yfir og Keflavík reyndi seinustu sóknina en náðu ekki skota á körfuna fyrr en það var orðið of seint. Gestirnir leiða því þegar fyrsta fjórðung er lokið.1. leikhluti | 18-18: Jafnt þegar hálf mínúta er eftir af leikhlutanum.1. leikhluti | 16-18: Snæfells konur komnar yfir aftur þegar 1:53 eru eftir. Einn leikmanna Keflavíkur þurfti að yfirgefa völlinn og fá aðhlynningu. Það var hún Thelma Ásgeirsdóttir.1. leikhluti | 16-16: Keflavík nær að jafna. Það er ekki mikið um stopp í vörnum liðanna en þetta er hin fínasta skemmtun. 3:12 eftir.1. leikhluti | 12-16: Enn er skipst á að skora, nú var það Hildur Sigurðardóttir sem negldi niður þrist og mesti munur dagsins hefur litið dagsins ljós. 3:56 eftir.1. leikhluti | 8-11: Keflavík tekur leikhlé þegar 5:41 eru eftir. Andy Johnston þjálfari heimamanna er óánægður með kraftin í stelpunum sínum og hefur hann rétt á því. Snæfellingar virðast vilja mikið meira að spila körfubolta í dag.1. leikhluti | 8-9: Liðin skiptast á að skora en enn eru það fráköstin sem eru að kosta Keflvíkinga. Snæfellingar hafa náð tveimur sóknarfráköstum sem þær hafa skilað í körfuna. 6:25 eftir.1. leikhluti | 2-4: Snæfell svara með fjórum stigum í röð og eru komnar yfir. 8:47 eftir1. leikhluti | 2-0: Keflvíkingar hefja stigaskorið af vítalínunni. 9:31 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru Snæfell sem hefja leik. 9:58 eftir.Fyrir leik: Tæpar fjórar mínútur í leik og lay-up hringirnir eru farnir af miklum móð hjá báðum liðum eins og venjan er rétt fyrir leik. Örfáar hræður eru mættar í kofann, það væri vonandi að fleiri myndu láta sjá sig enda topp leikur í vændum.Fyrir leik: Erlendu leikmenn liðanna eru stigahæstar í vetur. Hjá Snæfell er það Chynna Unique Brown sem skorar 23,3 stig að meðaltali í leik og hjá Keflavík skorar Porsche Landry 22,2 stig að meðaltali í leik.Fyrir leik: Liðin hafa mæst einu sinni í vetur og var það í Stykkishólmi í byrjun nóvember. Þar unnu Keflavíkurkonur sigur 69-68 í hörkuleik. Stelpurnar í Snæfell eiga því harma að hefna í dag. Þar voru atkvæðamesta Hildur Sigurðardóttir fyrir Snæfell með 20 stig en hjá Keflavík var Porsche Landry stigahæst með 26 stig.Fyrir leik: Eins og segir í fyrirsögninni þá er toppsætið í deildinni í húfi í leiknum í dag. Bæði lið hafa unnið 10 leiki og tapað þremur og hafa því 20 stig hvort. Það er því vitað mál að kærleikurinn sem oft kennir aðventuna verður víðsfjarri í dag milli þessara liða.Fyrir leik: Velkomin í lýsingu Vísis frá leik Keflavíkur og Snæfells.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Leik lokið: KR - Njarðvík 101-57 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti