Íslensk móðir óttast að sonur sinn hafi verið fórnarlamb glæps Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. desember 2013 07:00 Samkvæmt alþjóðalögreglunni Interpol sást síðast til Friðriks í Paragvæ. samsett mynd/getty Vilborg Einarsdóttir, stjúpmóðir Friðriks Kristjánssonar, þrítugs Íslendings sem ekkert hefur spurst til síðan í byrjun apríl, var í viðtali við paragvæsku fréttastofuna ABC Color í gær. Lögreglan hér á landi lýsti eftir Friðriki í apríl og greindi fréttastofa Stöðvar 2 frá því í sama mánuði að lögreglu hefðu borist upplýsingar um að Friðriki hefði verið ráðinn bani erlendis, en eftirgrennslan lögreglu hafi þó ekki leitt neitt slíkt í ljós. Alþjóðalögreglan Interpol lýsti síðan eftir Friðriki í ágúst og sagði að síðast hafi sést til hans í Paragvæ. Vilborg segir í samtali við paragvæsku fréttastofuna að fjölskylda Friðriks sé undir miklu álagi vegna hvarfsins. Hún segist jafnframt óttast að stjúpsonur sinn hafi verið fórnarlamb glæps. Hann hafi síðast látið vita af sér 31. mars, en þá hafi hann hringt frá flugvelli í Brasilíu og sagst vera á leið til Paragvæ. Hún biður almenning að hafa augun opin og hafa samband við lögreglu ef einhver hefur upplýsingar um afdrif Friðriks. Þá segir hún að á næstu vikum verði nánar lýst eftir honum í stórum fjölmiðlum og víðar. Hvarf Friðriks Kristjánssonar Tengdar fréttir Grunur leikur á að íslenskur karlmaður hafi verið myrtur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust nýlega ábendingar um að íslenskur karlmaður, fæddur 1983, hefði verið myrtur í Suður-Ameríku. Eftirgrennslan hefur hins vegar litlu skilað og upplýsingar um margt óljósar. 12. apríl 2013 18:30 Interpol lýsir eftir Friðriki Alþjóðalögreglan Interpol hefur nú lýst eftir Friðriki Kristjánssyni, sem ekki hefur spurst til síðan í byrjun apríl síðastliðins. Á síðunni segir að síðast hafi sést til Friðriks í Paragvæ. 6. ágúst 2013 18:58 Íslendings leitað í Paragvæ Alþjóðalögreglan Interpol leitar manns á fimmtugsaldri eftir að lögregla hér á landi óskaði eftir aðstoð. 10. apríl 2013 20:25 Íslendingurinn í Paragvæ ófundinn - lögreglan verst allra fregna Lögreglan verst allra frétta varðandi mann sem lýst var eftir í Paragvæ af Interpol og fréttastofa RÚV greindi frá í gær. Vísir hafði samband við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra vegna málsins sem aftur benti á lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Þar verjast menn frétta og bentu raunar aftur á alþjóðadeildina. 11. apríl 2013 16:31 Ábendingar um Friðrik hafa engu skilað LögreglumálLögregla leitar enn að Friðriki Kristjánssyni, sem talinn er hafa horfið í Suður-Ameríku fyrr á árinu. Ekkert hefur spurst til Friðriks síðan í apríl. Lögregla lýsti formlega eftir ábendingum um ferðir Friðriks fyrir fjórum vikum. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir að nokkrar ábendingar hafi borist. „Það hefur eitthvað komið en ekki leitt til neins,“ segir hann. 30. júlí 2013 07:00 Lögreglan lýsir eftir Friðriki sem hvarf í Suður-Ameríku Lögreglan lýsir eftir Friðriki Kristjánssyni sem hvarf í Suður-Ameríku fyrr á árinu. Ekkert hefur til hans spurst síðan í apríl síðastliðnum. 3. júlí 2013 11:04 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Vilborg Einarsdóttir, stjúpmóðir Friðriks Kristjánssonar, þrítugs Íslendings sem ekkert hefur spurst til síðan í byrjun apríl, var í viðtali við paragvæsku fréttastofuna ABC Color í gær. Lögreglan hér á landi lýsti eftir Friðriki í apríl og greindi fréttastofa Stöðvar 2 frá því í sama mánuði að lögreglu hefðu borist upplýsingar um að Friðriki hefði verið ráðinn bani erlendis, en eftirgrennslan lögreglu hafi þó ekki leitt neitt slíkt í ljós. Alþjóðalögreglan Interpol lýsti síðan eftir Friðriki í ágúst og sagði að síðast hafi sést til hans í Paragvæ. Vilborg segir í samtali við paragvæsku fréttastofuna að fjölskylda Friðriks sé undir miklu álagi vegna hvarfsins. Hún segist jafnframt óttast að stjúpsonur sinn hafi verið fórnarlamb glæps. Hann hafi síðast látið vita af sér 31. mars, en þá hafi hann hringt frá flugvelli í Brasilíu og sagst vera á leið til Paragvæ. Hún biður almenning að hafa augun opin og hafa samband við lögreglu ef einhver hefur upplýsingar um afdrif Friðriks. Þá segir hún að á næstu vikum verði nánar lýst eftir honum í stórum fjölmiðlum og víðar.
Hvarf Friðriks Kristjánssonar Tengdar fréttir Grunur leikur á að íslenskur karlmaður hafi verið myrtur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust nýlega ábendingar um að íslenskur karlmaður, fæddur 1983, hefði verið myrtur í Suður-Ameríku. Eftirgrennslan hefur hins vegar litlu skilað og upplýsingar um margt óljósar. 12. apríl 2013 18:30 Interpol lýsir eftir Friðriki Alþjóðalögreglan Interpol hefur nú lýst eftir Friðriki Kristjánssyni, sem ekki hefur spurst til síðan í byrjun apríl síðastliðins. Á síðunni segir að síðast hafi sést til Friðriks í Paragvæ. 6. ágúst 2013 18:58 Íslendings leitað í Paragvæ Alþjóðalögreglan Interpol leitar manns á fimmtugsaldri eftir að lögregla hér á landi óskaði eftir aðstoð. 10. apríl 2013 20:25 Íslendingurinn í Paragvæ ófundinn - lögreglan verst allra fregna Lögreglan verst allra frétta varðandi mann sem lýst var eftir í Paragvæ af Interpol og fréttastofa RÚV greindi frá í gær. Vísir hafði samband við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra vegna málsins sem aftur benti á lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Þar verjast menn frétta og bentu raunar aftur á alþjóðadeildina. 11. apríl 2013 16:31 Ábendingar um Friðrik hafa engu skilað LögreglumálLögregla leitar enn að Friðriki Kristjánssyni, sem talinn er hafa horfið í Suður-Ameríku fyrr á árinu. Ekkert hefur spurst til Friðriks síðan í apríl. Lögregla lýsti formlega eftir ábendingum um ferðir Friðriks fyrir fjórum vikum. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir að nokkrar ábendingar hafi borist. „Það hefur eitthvað komið en ekki leitt til neins,“ segir hann. 30. júlí 2013 07:00 Lögreglan lýsir eftir Friðriki sem hvarf í Suður-Ameríku Lögreglan lýsir eftir Friðriki Kristjánssyni sem hvarf í Suður-Ameríku fyrr á árinu. Ekkert hefur til hans spurst síðan í apríl síðastliðnum. 3. júlí 2013 11:04 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Grunur leikur á að íslenskur karlmaður hafi verið myrtur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust nýlega ábendingar um að íslenskur karlmaður, fæddur 1983, hefði verið myrtur í Suður-Ameríku. Eftirgrennslan hefur hins vegar litlu skilað og upplýsingar um margt óljósar. 12. apríl 2013 18:30
Interpol lýsir eftir Friðriki Alþjóðalögreglan Interpol hefur nú lýst eftir Friðriki Kristjánssyni, sem ekki hefur spurst til síðan í byrjun apríl síðastliðins. Á síðunni segir að síðast hafi sést til Friðriks í Paragvæ. 6. ágúst 2013 18:58
Íslendings leitað í Paragvæ Alþjóðalögreglan Interpol leitar manns á fimmtugsaldri eftir að lögregla hér á landi óskaði eftir aðstoð. 10. apríl 2013 20:25
Íslendingurinn í Paragvæ ófundinn - lögreglan verst allra fregna Lögreglan verst allra frétta varðandi mann sem lýst var eftir í Paragvæ af Interpol og fréttastofa RÚV greindi frá í gær. Vísir hafði samband við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra vegna málsins sem aftur benti á lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Þar verjast menn frétta og bentu raunar aftur á alþjóðadeildina. 11. apríl 2013 16:31
Ábendingar um Friðrik hafa engu skilað LögreglumálLögregla leitar enn að Friðriki Kristjánssyni, sem talinn er hafa horfið í Suður-Ameríku fyrr á árinu. Ekkert hefur spurst til Friðriks síðan í apríl. Lögregla lýsti formlega eftir ábendingum um ferðir Friðriks fyrir fjórum vikum. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir að nokkrar ábendingar hafi borist. „Það hefur eitthvað komið en ekki leitt til neins,“ segir hann. 30. júlí 2013 07:00
Lögreglan lýsir eftir Friðriki sem hvarf í Suður-Ameríku Lögreglan lýsir eftir Friðriki Kristjánssyni sem hvarf í Suður-Ameríku fyrr á árinu. Ekkert hefur til hans spurst síðan í apríl síðastliðnum. 3. júlí 2013 11:04