Körfubolti

Einn tvíhöfði í átta liða úrslitum Powerade-bikars

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Njarðvíkingarnir Logi Gunnarsson og Elvar Már Friðriksson mæta Grindavík á mánudagskvöldi.
Njarðvíkingarnir Logi Gunnarsson og Elvar Már Friðriksson mæta Grindavík á mánudagskvöldi. Mynd/ÓskarÓ
Stefán Þór Borgþórsson, mótastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, hefur sett upp leikdaga í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla og kvenna en þeir fara allir fram í fyrsta mánuði nýs árs.

Það verður einn tvíhöfðu í átta liða úrslitunum því bæði karla og kvennalið Fjölnis fengu heimaleik og spila bæði sína leiki sunnudagskvöldið 19. janúar.

Grindavík fékk líka heimaleiki hjá báðum liðum en spila þá ekki á sama degi.

Fyrsti leikurinn verður leikur Grindavíkur og KR hjá konunum sem fer fram föstudaginn 17. janúar en átta liða úrslitin klárast síðan með leik ÍR og goðsagnaliðs Keflavíkur í karlaflokki sem fram fer þriðjudaginn 21. janúar.

Hér fyrir neðan má sjá tímasetningar á öllum leikjunum í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla og kvenna.

Leikdagarnir:

Átta liða úrslit Powerade-bikars kvenna

17. janúar Grindavík-KR kl. 19.15

18. janúar Valur-Snæfell kl. 16.00

19. janúar Fjölnir-Haukar kl. 17.00

20. janúar Keflavík-Njarðvík kl. 19.15

Átta liða úrslit Powerade-bikars karla

19. janúar Fjölnir-Tindastóll kl. 19.15

20. janúar Þór Þ.-Haukar kl. 19.15

20. janúar Grindavík-Njarðvík kl. 19.15

21. janúar ÍR-Keflavík-b kl. 19.15




Fleiri fréttir

Sjá meira


×