ESB-viðræður verði ekki að bitbeini í kosningabaráttu 15. janúar 2013 07:00 Til stóð að halda ráðstefnu milli Íslands og ESB í vor en því verður frestað fram yfir kosningar hið minnsta, samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarflokkanna. Fréttablaðið/Þorgils Utanríkisráðherra segist vonast til þess að það að hægja á aðildarviðræðum Íslands við ESB verði til þess að forða því að ferlið verði að bitbeini fyrir komandi þingkosningar. Aðalsamningamaður Íslands telur að mörgu leyti jákvætt að fá skýrar línur í samningavinnunni fram yfir kosningar. Samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarflokkanna frá í gær verður hægt verulega á aðildarviðræðunum fram að kosningunum sem fyrirhugaðar eru í apríl. Þar til verður ekki unnið að mótun samningsafstöðu í þeim fjórum samningsköflum sem út af standa. Viðræður munu þó halda áfram milli samningahóps Íslands og framkvæmdastjórnar ESB um þá sextán kafla sem þegar eru til umræðu. Eftir kosningar verður það síðan nýrrar ríkisstjórnar að taka ákvörðun um næstu skref. Umboð Alþingis verður í gildi þar til annað verður samþykkt. Á þingi í gær spurði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hvað réði þessari þróun og hvað hefði breyst. „Hafa menn misst kjarkinn eða er það ekki bara það eins og við öllum blasir að það er engin samstaða í ríkisstjórn um málið?“ Sagði Bjarni að rétt væri að viðurkenna að engin samstaða væri milli stjórnarflokkanna um hvað ætti að gera næst í þessum málum. Össur sagðist hafa viljað skapa eins mikla sátt um málið og unnt væri. „Ég hef sagt það óæskilegt fyrir ferlið og Evrópumálið í heild að það yrði bitbein í kosningum. Þess vegna tel ég það ferlinu til farsældar að fara í hægagang með þann part sem snýr að þinginu.“ Peter Stano, talsmaður Stefans Füle, stækkunarstjóra ESB, segir í samtali við Fréttablaðið að framkvæmdastjórn ESB sé meðvituð um þróun mála. „Framkvæmdastjórnin er enn þeirrar skoðunar að innganga Íslands í ESB þjóni hagsmunum beggja og er einörð í að fylgja Íslandi í átt til aðildar.“ Heimildir Fréttablaðsins innan ESB herma að ákvörðun ríkisstjórnarinnar hafi ekki komið á óvart í sjálfu sér í ljósi umræðunnar um Evrópumál og slíkt sé einnig viðbúið þegar kosið er til þings meðan á aðildarferli ríkis standi. Hins vegar hafi viðræðurnar gengið hratt fyrir sig og því sé verra að missa dampinn. thorgils@frettabladid.is Kosningar 2013 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Utanríkisráðherra segist vonast til þess að það að hægja á aðildarviðræðum Íslands við ESB verði til þess að forða því að ferlið verði að bitbeini fyrir komandi þingkosningar. Aðalsamningamaður Íslands telur að mörgu leyti jákvætt að fá skýrar línur í samningavinnunni fram yfir kosningar. Samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarflokkanna frá í gær verður hægt verulega á aðildarviðræðunum fram að kosningunum sem fyrirhugaðar eru í apríl. Þar til verður ekki unnið að mótun samningsafstöðu í þeim fjórum samningsköflum sem út af standa. Viðræður munu þó halda áfram milli samningahóps Íslands og framkvæmdastjórnar ESB um þá sextán kafla sem þegar eru til umræðu. Eftir kosningar verður það síðan nýrrar ríkisstjórnar að taka ákvörðun um næstu skref. Umboð Alþingis verður í gildi þar til annað verður samþykkt. Á þingi í gær spurði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hvað réði þessari þróun og hvað hefði breyst. „Hafa menn misst kjarkinn eða er það ekki bara það eins og við öllum blasir að það er engin samstaða í ríkisstjórn um málið?“ Sagði Bjarni að rétt væri að viðurkenna að engin samstaða væri milli stjórnarflokkanna um hvað ætti að gera næst í þessum málum. Össur sagðist hafa viljað skapa eins mikla sátt um málið og unnt væri. „Ég hef sagt það óæskilegt fyrir ferlið og Evrópumálið í heild að það yrði bitbein í kosningum. Þess vegna tel ég það ferlinu til farsældar að fara í hægagang með þann part sem snýr að þinginu.“ Peter Stano, talsmaður Stefans Füle, stækkunarstjóra ESB, segir í samtali við Fréttablaðið að framkvæmdastjórn ESB sé meðvituð um þróun mála. „Framkvæmdastjórnin er enn þeirrar skoðunar að innganga Íslands í ESB þjóni hagsmunum beggja og er einörð í að fylgja Íslandi í átt til aðildar.“ Heimildir Fréttablaðsins innan ESB herma að ákvörðun ríkisstjórnarinnar hafi ekki komið á óvart í sjálfu sér í ljósi umræðunnar um Evrópumál og slíkt sé einnig viðbúið þegar kosið er til þings meðan á aðildarferli ríkis standi. Hins vegar hafi viðræðurnar gengið hratt fyrir sig og því sé verra að missa dampinn. thorgils@frettabladid.is
Kosningar 2013 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira