Vítamín og heilsa Teitur Guðmundsson skrifar 29. janúar 2013 06:00 Það hefur verið mikil vakning upp á síðkastið varðandi neyslu vítamína og þá sérstaklega hefur verið fjallað um D-vítamín og nauðsyn þess að bæta því út í matvæli á borð við mjólk og mjólkurvörur auk annarra vöruflokka. Þekkt er að íbúar á norðurhveli jarðar fá of lítið í gegnum sólarljósið og við erum hér á Íslandi líklega með gildi í lægri kantinum sem vert er að bæta upp með inntöku D-vítamíns sem fæðubót. Við erum meðvituð um það að vítamín eru nauðsynlegur hluti af eðlilegri líkamsstarfsemi og að flest okkar eiga að fá það sem við þurfum í gegnum þá næringu sem við tökum til okkar dags daglega. Virkni þeirra á líkamsstarfsemi er margvísleg og hefur sem dæmi áhrif á ónæmiskerfið, taugakerfi, meltingu, vöxt og þannig mætti lengi telja. Almennt er talið að líkaminn þarfnist 13 mismunandi tegunda sem skiptast í fituleysanlegu vítamínin A, D, E og K annars vegar og hins vegar þau vatnsleysanlegu, C- og B-vítamínin (þíamín, ríbóflavín, níasín, pantótensýra, bíótín, pýridoxín, fólínsýra og B-12). Munurinn á þessum tveimur flokkum er að líkaminn skolar út þeim vatnsleysanlegu í gegnum nýrun ef hann þarf ekki að nota þau, en geymir A, D, E og K, sem þýðir að þau geta safnast upp í líkamanum og valdið eiturverkunum sem afleiðingu af of mikilli neyslu þeirra eða lélegum útskilnaði. Fjölmargir nota þó vítamín sem bætiefni reglubundið og jafnvel í stærri skömmtum en ráðlagt er alla jafna. Ekki eru allir sammála um hvar slíkir skammtar skulu liggja og hafa verið færð rök fyrir því að hækka mætti slíkar ráðleggingar umtalsvert frá því sem nú er. Það er hins vegar augljóslega eðlileg tregða með bætiefni sem kunna að reynast skaðleg. Þegar horft er til aukaverkana og möguleika á eitrun vegna slíkrar inntöku má nefna sem dæmi ógleði, uppköst, hausverk, svima, slappleika, hægðatregðu, lifrarvandamál, storkuvandamál í blóði og hjartsláttartruflanir auk útfellinga og kalkana í mjúkpörtum líkamans. Til að nefna aukaverkanir af vatnsleysanlegum vítamínum og ofneyslu þeirra, sem er einnig möguleg þó ólíklegri sé, eru þar algengastar magaverkir, nýrnasteinar, roði og þroti í húð, taugaskaði og truflun á járnbúskap. Þegar vítamínum er blandað saman við sölt og ýmis önnur bætiefni geta skapast milli- og aukaverkanir sem of langt mál er að fara yfir í svona stuttri grein. Þó er vert að bæta því við að þekkt er að slíkar samsetningar geta haft áhrif á virkni lyfja svo úr getur orðið skrautleg blanda af virkni og mótverkandi eiginleikum. Sem dæmi má nefna áhrif á krabbameinslyf, flogaveikilyf, hjartalyf og sýklalyf. Þessi upptalning kann að hræða einhvern og jafnvel vekja upp spurningar sem er í sjálfu sér ágætt og ætti hver og einn að vera krítískur, spyrja spurninga og leita svara ef hann er óviss um ágæti þeirra leiðbeininga sem hann kann að hafa fengið. Ljóst er að það er ekki alveg sama hvað maður tekur inn né í hvað magni og þá skiptir einnig verulegu máli hvaða lyf viðkomandi notar að staðaldri. Flestir fá þó líklega of lítið magn af vítamínum dags daglega og mega vel við því að bæta við sig eftir að hafa fengið góðar leiðbeiningar um slíkt. Ég er því hlynntur því að nota þessi bætiefni á skynsamlegan hátt og tel að við fáum ekki allt sem við þurfum með næringunni. Þá tel ég að endurskoðunar sé þörf með tilliti til ráðlagðra dagskammta á vítamínum og bætiefnum sem eru líklega of lágir í einstökum flokkum og væri áhugavert að skoða slíkt í samhengi við lýðheilsu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Teitur Guðmundsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið mikil vakning upp á síðkastið varðandi neyslu vítamína og þá sérstaklega hefur verið fjallað um D-vítamín og nauðsyn þess að bæta því út í matvæli á borð við mjólk og mjólkurvörur auk annarra vöruflokka. Þekkt er að íbúar á norðurhveli jarðar fá of lítið í gegnum sólarljósið og við erum hér á Íslandi líklega með gildi í lægri kantinum sem vert er að bæta upp með inntöku D-vítamíns sem fæðubót. Við erum meðvituð um það að vítamín eru nauðsynlegur hluti af eðlilegri líkamsstarfsemi og að flest okkar eiga að fá það sem við þurfum í gegnum þá næringu sem við tökum til okkar dags daglega. Virkni þeirra á líkamsstarfsemi er margvísleg og hefur sem dæmi áhrif á ónæmiskerfið, taugakerfi, meltingu, vöxt og þannig mætti lengi telja. Almennt er talið að líkaminn þarfnist 13 mismunandi tegunda sem skiptast í fituleysanlegu vítamínin A, D, E og K annars vegar og hins vegar þau vatnsleysanlegu, C- og B-vítamínin (þíamín, ríbóflavín, níasín, pantótensýra, bíótín, pýridoxín, fólínsýra og B-12). Munurinn á þessum tveimur flokkum er að líkaminn skolar út þeim vatnsleysanlegu í gegnum nýrun ef hann þarf ekki að nota þau, en geymir A, D, E og K, sem þýðir að þau geta safnast upp í líkamanum og valdið eiturverkunum sem afleiðingu af of mikilli neyslu þeirra eða lélegum útskilnaði. Fjölmargir nota þó vítamín sem bætiefni reglubundið og jafnvel í stærri skömmtum en ráðlagt er alla jafna. Ekki eru allir sammála um hvar slíkir skammtar skulu liggja og hafa verið færð rök fyrir því að hækka mætti slíkar ráðleggingar umtalsvert frá því sem nú er. Það er hins vegar augljóslega eðlileg tregða með bætiefni sem kunna að reynast skaðleg. Þegar horft er til aukaverkana og möguleika á eitrun vegna slíkrar inntöku má nefna sem dæmi ógleði, uppköst, hausverk, svima, slappleika, hægðatregðu, lifrarvandamál, storkuvandamál í blóði og hjartsláttartruflanir auk útfellinga og kalkana í mjúkpörtum líkamans. Til að nefna aukaverkanir af vatnsleysanlegum vítamínum og ofneyslu þeirra, sem er einnig möguleg þó ólíklegri sé, eru þar algengastar magaverkir, nýrnasteinar, roði og þroti í húð, taugaskaði og truflun á járnbúskap. Þegar vítamínum er blandað saman við sölt og ýmis önnur bætiefni geta skapast milli- og aukaverkanir sem of langt mál er að fara yfir í svona stuttri grein. Þó er vert að bæta því við að þekkt er að slíkar samsetningar geta haft áhrif á virkni lyfja svo úr getur orðið skrautleg blanda af virkni og mótverkandi eiginleikum. Sem dæmi má nefna áhrif á krabbameinslyf, flogaveikilyf, hjartalyf og sýklalyf. Þessi upptalning kann að hræða einhvern og jafnvel vekja upp spurningar sem er í sjálfu sér ágætt og ætti hver og einn að vera krítískur, spyrja spurninga og leita svara ef hann er óviss um ágæti þeirra leiðbeininga sem hann kann að hafa fengið. Ljóst er að það er ekki alveg sama hvað maður tekur inn né í hvað magni og þá skiptir einnig verulegu máli hvaða lyf viðkomandi notar að staðaldri. Flestir fá þó líklega of lítið magn af vítamínum dags daglega og mega vel við því að bæta við sig eftir að hafa fengið góðar leiðbeiningar um slíkt. Ég er því hlynntur því að nota þessi bætiefni á skynsamlegan hátt og tel að við fáum ekki allt sem við þurfum með næringunni. Þá tel ég að endurskoðunar sé þörf með tilliti til ráðlagðra dagskammta á vítamínum og bætiefnum sem eru líklega of lágir í einstökum flokkum og væri áhugavert að skoða slíkt í samhengi við lýðheilsu.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun