Fyrir krakka með hár, kalla með skalla og allt þar á milli Haraldur F. Gíslason skrifar 6. febrúar 2013 06:00 Nokkuð hefur verið rætt og ritað um leikskólastigið undanfarin misseri. Leikskólakennarar eru vanir því að berjast fyrir tilverurétti sínum. Það er ekkert nýtt. Leikskólakennarar hafa líka alltaf barist með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi. Það ætlum við að halda áfram að gera, því það er það sem heldur okkur saman og gerir okkur að stoltum sérfræðingum á framsæknu skólastigi. Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Eftir að ný lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda voru samþykkt árið 2008 þarf nú fimm ára meistaranám til að fá leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi. Með því viðurkennir löggjafinn að kennsla á leikskólastigi hafi bæði verið vanmetin og störfin breyst það mikið að nauðsynlegt sé að leikskólakennarar hafi fimm ára sérfræðimenntun. Viðmiðunarhópar leikskólakennara eru því eðlilega aðrir sérfræðingar. Það er fagleg skylda leikskólakennara að verðmeta sérfræðimenntun sína miðað við breyttar forsendur. Leikskólakennarar eiga eins og kennarar á öðrum skólastigum töluvert í land með að nálgast meðallaun annarra sérfræðinga. Það verður verkefni næstu ára. Nóg um það. Í dag er Dagur leikskólans og þá fögnum við fjölbreytileikanum. Í leikskólanum rúmast ólíkar skoðanir framsækinna kennara sem allir vilja mennta einstaklinga og mæta þeim á þeirra forsendum eftir áhuga og getu. Einstaklingar eru ólíkir og kennsluaðferð sem virkar fyrir einn þarf ekkert endilega að henta öðrum. Þetta vita leikskólakennarar og starfa eftir alla daga. Í leikskólanum býr mikið frelsi. Frelsi til að þróa kennsluaðferðir, frelsi til að nota allan heiminn sem kennslustofu, frelsi til að skapa og hafa áhrif á einstaklinga á jákvæðan hátt til frambúðar. Í því felst mikil ábyrgð sem við verðum að virða og standa undir. Félag leikskólakennara vill sérstaklega óska Kristínu Dýrfjörð og Margréti Pálu Ólafsdóttur til hamingju með að hljóta viðurkenningu Kynningarnefndar FL og FSL Orðsporið 2013. Í Margréti og Kristínu endurspeglast fjölbreytileiki leikskólans. Þær hafa hvor á sinn þátt átt mikinn þátt í að upphefja leikskólastigið til vegs og virðingar í samfélagi okkar. Fögnum fjölbreytileikanum. Leikskólinn er fyrir krakka með hár, kalla með skalla og allt þar á milli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið rætt og ritað um leikskólastigið undanfarin misseri. Leikskólakennarar eru vanir því að berjast fyrir tilverurétti sínum. Það er ekkert nýtt. Leikskólakennarar hafa líka alltaf barist með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi. Það ætlum við að halda áfram að gera, því það er það sem heldur okkur saman og gerir okkur að stoltum sérfræðingum á framsæknu skólastigi. Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Eftir að ný lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda voru samþykkt árið 2008 þarf nú fimm ára meistaranám til að fá leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi. Með því viðurkennir löggjafinn að kennsla á leikskólastigi hafi bæði verið vanmetin og störfin breyst það mikið að nauðsynlegt sé að leikskólakennarar hafi fimm ára sérfræðimenntun. Viðmiðunarhópar leikskólakennara eru því eðlilega aðrir sérfræðingar. Það er fagleg skylda leikskólakennara að verðmeta sérfræðimenntun sína miðað við breyttar forsendur. Leikskólakennarar eiga eins og kennarar á öðrum skólastigum töluvert í land með að nálgast meðallaun annarra sérfræðinga. Það verður verkefni næstu ára. Nóg um það. Í dag er Dagur leikskólans og þá fögnum við fjölbreytileikanum. Í leikskólanum rúmast ólíkar skoðanir framsækinna kennara sem allir vilja mennta einstaklinga og mæta þeim á þeirra forsendum eftir áhuga og getu. Einstaklingar eru ólíkir og kennsluaðferð sem virkar fyrir einn þarf ekkert endilega að henta öðrum. Þetta vita leikskólakennarar og starfa eftir alla daga. Í leikskólanum býr mikið frelsi. Frelsi til að þróa kennsluaðferðir, frelsi til að nota allan heiminn sem kennslustofu, frelsi til að skapa og hafa áhrif á einstaklinga á jákvæðan hátt til frambúðar. Í því felst mikil ábyrgð sem við verðum að virða og standa undir. Félag leikskólakennara vill sérstaklega óska Kristínu Dýrfjörð og Margréti Pálu Ólafsdóttur til hamingju með að hljóta viðurkenningu Kynningarnefndar FL og FSL Orðsporið 2013. Í Margréti og Kristínu endurspeglast fjölbreytileiki leikskólans. Þær hafa hvor á sinn þátt átt mikinn þátt í að upphefja leikskólastigið til vegs og virðingar í samfélagi okkar. Fögnum fjölbreytileikanum. Leikskólinn er fyrir krakka með hár, kalla með skalla og allt þar á milli.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun