Dásamlegt að fá loks sólargeisla á pallinn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. febrúar 2013 06:00 Hávaxin grenitré frá sjöunda áratug síðustu aldar voru felld í gær eftir dóm Hæstaréttar Íslands í nágrannadeilu í Kópavogi. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég stend og horfi út um gluggann. Það er einfaldlega dásamlegt að sjá sólina hér í norðurgarðinum í fyrsta skipti," sagði Þórey Þórðardóttir sem í gær fagnaði endalokum meira en fimm ára baráttu fyrir því að fá sól á sólpallinn sinn. Þórey og eiginmaðurinn hennar heitinn keyptu íbúð í húsinu í Víðihvammi 24 í Kópavogi á árinu 2005. Frá árinu 2007 hefur Þórey reynt að fá nágranna sína í Víðihvammi 22 til að fjarlægja tvö hávaxin grenitré sem stóðu á lóðarmörkunum og skyggðu á lóð Þóreyjar. Á endanum kvað Hæstiréttur úr um að trén skyldu víkja. Fram kemur í dómskjölum að Víðihvammur 22 sé byggður 1961 og að grenitrén hafi verið gróðursett skömmu síðar í norðaustur horni lóðarinnar. Trén voru því orðin um hálfrar aldar gömul þegar þau voru felld í gær. Sólpallur Þóreyjar var smíðaður í skugga trjánna. Sagði hún fyrir dómi að annar staður hafi ekki komið til greina því eini útgangurinn frá íbúðinni hafi verið úr herbergi þeirra hjóna. Hæð trjánna geri það hins vegar að verkum að þau skyggja nær algjörlega fyrir dagsbirtu og sól á veröndinni eftir klukkan hálfþrjú á daginn yfir sumarið. Spurð hvernig henni sé innanbrjósts eftir þessi löngu deilu sem nú hefur loks tekið enda segist Þórey ekki vilja ræða það mál frekar. „Þetta hefur tekið alltof langan tíma en nú er þetta búið," sagði hún einfaldlega og hélt áfram að njóta síðdegisólarinnar sem skein glatt í garðinum í Víðihvammi 24 í gær. Ekki náðist tal af íbúum í Víðihvammi 22 sem þurftu að sjá á bak tveimur öldnum og stæðilegum grenitrjám. Dóttir konunnar sem býr í húsinu var hins vegar á staðnum þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Kvað hún móður sína ekki hafa treyst sér til að vera viðstadda þegar grenitrén voru felld. Í dómi Hæstaréttar segir að skert birtuskilyrði á lóð Þóreyjar auk umfangs og staðsetningar grenitrjánna nærri lóðarmörkum, þannig að greinar trjánna slúttu langt inn á lóð Þóreyjar væri henni til verulegra óþæginda og „langt umfram það sem hún þyrfti að þola samkvæmt ólögfestum reglum nábýlisréttar". Ekki væri hægt að draga úr þessum óþægindum nema með því að fjarlægja trén. Nágrannadeilur Kópavogur Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Sjá meira
„Ég stend og horfi út um gluggann. Það er einfaldlega dásamlegt að sjá sólina hér í norðurgarðinum í fyrsta skipti," sagði Þórey Þórðardóttir sem í gær fagnaði endalokum meira en fimm ára baráttu fyrir því að fá sól á sólpallinn sinn. Þórey og eiginmaðurinn hennar heitinn keyptu íbúð í húsinu í Víðihvammi 24 í Kópavogi á árinu 2005. Frá árinu 2007 hefur Þórey reynt að fá nágranna sína í Víðihvammi 22 til að fjarlægja tvö hávaxin grenitré sem stóðu á lóðarmörkunum og skyggðu á lóð Þóreyjar. Á endanum kvað Hæstiréttur úr um að trén skyldu víkja. Fram kemur í dómskjölum að Víðihvammur 22 sé byggður 1961 og að grenitrén hafi verið gróðursett skömmu síðar í norðaustur horni lóðarinnar. Trén voru því orðin um hálfrar aldar gömul þegar þau voru felld í gær. Sólpallur Þóreyjar var smíðaður í skugga trjánna. Sagði hún fyrir dómi að annar staður hafi ekki komið til greina því eini útgangurinn frá íbúðinni hafi verið úr herbergi þeirra hjóna. Hæð trjánna geri það hins vegar að verkum að þau skyggja nær algjörlega fyrir dagsbirtu og sól á veröndinni eftir klukkan hálfþrjú á daginn yfir sumarið. Spurð hvernig henni sé innanbrjósts eftir þessi löngu deilu sem nú hefur loks tekið enda segist Þórey ekki vilja ræða það mál frekar. „Þetta hefur tekið alltof langan tíma en nú er þetta búið," sagði hún einfaldlega og hélt áfram að njóta síðdegisólarinnar sem skein glatt í garðinum í Víðihvammi 24 í gær. Ekki náðist tal af íbúum í Víðihvammi 22 sem þurftu að sjá á bak tveimur öldnum og stæðilegum grenitrjám. Dóttir konunnar sem býr í húsinu var hins vegar á staðnum þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Kvað hún móður sína ekki hafa treyst sér til að vera viðstadda þegar grenitrén voru felld. Í dómi Hæstaréttar segir að skert birtuskilyrði á lóð Þóreyjar auk umfangs og staðsetningar grenitrjánna nærri lóðarmörkum, þannig að greinar trjánna slúttu langt inn á lóð Þóreyjar væri henni til verulegra óþæginda og „langt umfram það sem hún þyrfti að þola samkvæmt ólögfestum reglum nábýlisréttar". Ekki væri hægt að draga úr þessum óþægindum nema með því að fjarlægja trén.
Nágrannadeilur Kópavogur Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Sjá meira