Sóknarfæri atvinnulífs Ólína Þorvarðardóttir skrifar 13. febrúar 2013 06:00 Öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðar. Grunngildi jafnaðarmanna, krafan um jöfnuð, réttlæti og samstöðu, er einmitt sorfin og mótuð af langri baráttu vinnandi fólks fyrir mannsæmandi lífskjörum, mannréttindum og mannlegri reisn. Jarðvegur þeirrar baráttu og um leið forsenda þess hvert hún leiðir er sjálft atvinnulífið. Í því hreinsunar- og uppbyggingarstarfi sem staðið hefur yfir frá hruni hefur slagurinn verið sá að verja íslenskt atvinnulíf frekari áföllum. Grunnforsendan hefur verið endurreisn efnahagslífsins, að halda verðbólgu í skefjum, minnka atvinnuleysi og koma á jafnvægi í ríkisbúskapnum. Nú, fjórum árum síðar, höfum við loks nægilega fast land undir fótum til þess að búa frekar í haginn fyrir frekari sóknarfæri og nýsköpun. Sterkt og samkeppnishæft atvinnulíf veltur á góðri menntun, skilvirkri stjórnsýslu og almennri velferð. Þetta eru þeir þættir sem tvinnast saman í líftaug jafnaðarstefnunnar og þessir þættir verða ekki leystir hver frá öðrum, eigi taugin að halda. Arður í þjóðarbúið Í okkar gjöfula landi, sem er svo ríkt að náttúrugæðum, byggja sterkustu atvinnugreinarnar á nýtingu auðlinda og náttúrugæða. Þess vegna er mikilvægt að um þá nýtingu gildi heilbrigðar leikreglur og að þjóðin sjálf njóti eðlilegs arðs af auðlindum sínum. Um það snýst fiskveiðiumræðan sem staðið hefur allt þetta kjörtímabil. Hverjir eiga fiskinn í sjónum? Hverjum ber að njóta arðsins af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar? Hverjir skulu hafa aðgang að auðlindinni? Hvernig mætum við sjálfsögðum sjónarmiðum um atvinnufrelsi og jafnræði? Þetta er kjarninn í þeim átökum sem nú standa um fiskveiðistjórnunarkerfið – og þau átök þurfum við að leiða til lykta. Af sama toga er umræðan um vernd og nýtingu orkuauðlinda, þar sem sjálfbærni og þjóðarhagur þurfa að tvinnast saman. Rammaáætlun, sem nýlega var samþykkt á Alþingi, er mikilvægur áfangi á þeirri leið – næsta skref er að tengja við Rammaáætlun orkunýtingarstefnu sem svarar kalli tímans um fjölbreytni atvinnulífs og sjálfbæra þróun, þ.e. ábyrga umgengni við umhverfi og auðlindir og ekki síður ábyrgð gagnvart komandi kynslóðum. Í veröld þar sem um 20% mannkyns taka til sín 80% af orku og auðæfum heims eigum við Íslendingar möguleika á því að byggja atvinnulíf okkar á hugmyndafræði græna hagkerfisins með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, menntun og virkjun hugvits – nokkuð sem líklega er eitt stærsta verkefni mannkyns á þeim tímum sem við nú lifum. Samkeppnisskilyrði Verkefni næstu ára verða því ekki aðeins aukin fjárfesting í atvinnulífinu, heldur einnig mótun heildstæðrar auðlindastefnu sem tryggir að nýtingarrétti auðlinda verði úthlutað á jafnræðisgrundvelli til hóflegs tíma, gegn eðlilegu gjaldi og með gagnsæjum og hlutlægum hætti. Fyrir arðinn af auðlindunum styrkjum við samfélagslega innviði, fjárfestum í menntun og rannsóknum og sköpum ný atvinnutækifæri. Með skynsamlegri auðlindanýtingu færum við arð til þjóðarinnar en ekki fárra útvalinna og jöfnum samkeppnis- og vaxtarskilyrði með stöðugu starfsumhverfi fyrirtækja. Þannig auðgum við atvinnulífið. Þannig sköpum við verðmæti, byggjum upp efnahagslífið, vinnum bug á atvinnuleysi og bætum lífskjör í landinu. Nýsköpun eykst með menntuðu vinnuafli. Hún tengist ekki aðeins sprotafyrirtækjum og nýjum atvinnugreinum. Rótgróin fyrirtæki og undirstöðugreinar þurfa líka stoðkerfi til nýsköpunar og þróunar. Ég nefni landbúnaðinn. Íslenskt samfélag þarf á að halda landbúnaðarumhverfi þar sem heilbrigð markaðs- og neytendasjónarmið hafa raunverulegt vægi og bændur sjálfir fá tækifæri til þess að skapa framleiðslu sinni sérstöðu byggða á gæðum, þekkingu og verkviti frekar en magnframleiðslu sem steypir allt í sama mót. Ég nefni sjávarútveginn, þar sem brýn þörf er fyrir heilbrigðari samkeppnisskilyrði, atvinnufrelsi, nýliðun og aukið jafnræði, bæði í veiðum og vinnslu. Ég nefni ferðaþjónustuna sem nú er að slíta barnsskónum og verða stór. Hér er verk að vinna. Skilyrði atvinnulífsins til vaxtar og þróunar eru meðal mikilvægustu verkefna jafnaðarmanna – þau eru forsenda alls annars sem kalla má velferð og jöfnuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðar. Grunngildi jafnaðarmanna, krafan um jöfnuð, réttlæti og samstöðu, er einmitt sorfin og mótuð af langri baráttu vinnandi fólks fyrir mannsæmandi lífskjörum, mannréttindum og mannlegri reisn. Jarðvegur þeirrar baráttu og um leið forsenda þess hvert hún leiðir er sjálft atvinnulífið. Í því hreinsunar- og uppbyggingarstarfi sem staðið hefur yfir frá hruni hefur slagurinn verið sá að verja íslenskt atvinnulíf frekari áföllum. Grunnforsendan hefur verið endurreisn efnahagslífsins, að halda verðbólgu í skefjum, minnka atvinnuleysi og koma á jafnvægi í ríkisbúskapnum. Nú, fjórum árum síðar, höfum við loks nægilega fast land undir fótum til þess að búa frekar í haginn fyrir frekari sóknarfæri og nýsköpun. Sterkt og samkeppnishæft atvinnulíf veltur á góðri menntun, skilvirkri stjórnsýslu og almennri velferð. Þetta eru þeir þættir sem tvinnast saman í líftaug jafnaðarstefnunnar og þessir þættir verða ekki leystir hver frá öðrum, eigi taugin að halda. Arður í þjóðarbúið Í okkar gjöfula landi, sem er svo ríkt að náttúrugæðum, byggja sterkustu atvinnugreinarnar á nýtingu auðlinda og náttúrugæða. Þess vegna er mikilvægt að um þá nýtingu gildi heilbrigðar leikreglur og að þjóðin sjálf njóti eðlilegs arðs af auðlindum sínum. Um það snýst fiskveiðiumræðan sem staðið hefur allt þetta kjörtímabil. Hverjir eiga fiskinn í sjónum? Hverjum ber að njóta arðsins af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar? Hverjir skulu hafa aðgang að auðlindinni? Hvernig mætum við sjálfsögðum sjónarmiðum um atvinnufrelsi og jafnræði? Þetta er kjarninn í þeim átökum sem nú standa um fiskveiðistjórnunarkerfið – og þau átök þurfum við að leiða til lykta. Af sama toga er umræðan um vernd og nýtingu orkuauðlinda, þar sem sjálfbærni og þjóðarhagur þurfa að tvinnast saman. Rammaáætlun, sem nýlega var samþykkt á Alþingi, er mikilvægur áfangi á þeirri leið – næsta skref er að tengja við Rammaáætlun orkunýtingarstefnu sem svarar kalli tímans um fjölbreytni atvinnulífs og sjálfbæra þróun, þ.e. ábyrga umgengni við umhverfi og auðlindir og ekki síður ábyrgð gagnvart komandi kynslóðum. Í veröld þar sem um 20% mannkyns taka til sín 80% af orku og auðæfum heims eigum við Íslendingar möguleika á því að byggja atvinnulíf okkar á hugmyndafræði græna hagkerfisins með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, menntun og virkjun hugvits – nokkuð sem líklega er eitt stærsta verkefni mannkyns á þeim tímum sem við nú lifum. Samkeppnisskilyrði Verkefni næstu ára verða því ekki aðeins aukin fjárfesting í atvinnulífinu, heldur einnig mótun heildstæðrar auðlindastefnu sem tryggir að nýtingarrétti auðlinda verði úthlutað á jafnræðisgrundvelli til hóflegs tíma, gegn eðlilegu gjaldi og með gagnsæjum og hlutlægum hætti. Fyrir arðinn af auðlindunum styrkjum við samfélagslega innviði, fjárfestum í menntun og rannsóknum og sköpum ný atvinnutækifæri. Með skynsamlegri auðlindanýtingu færum við arð til þjóðarinnar en ekki fárra útvalinna og jöfnum samkeppnis- og vaxtarskilyrði með stöðugu starfsumhverfi fyrirtækja. Þannig auðgum við atvinnulífið. Þannig sköpum við verðmæti, byggjum upp efnahagslífið, vinnum bug á atvinnuleysi og bætum lífskjör í landinu. Nýsköpun eykst með menntuðu vinnuafli. Hún tengist ekki aðeins sprotafyrirtækjum og nýjum atvinnugreinum. Rótgróin fyrirtæki og undirstöðugreinar þurfa líka stoðkerfi til nýsköpunar og þróunar. Ég nefni landbúnaðinn. Íslenskt samfélag þarf á að halda landbúnaðarumhverfi þar sem heilbrigð markaðs- og neytendasjónarmið hafa raunverulegt vægi og bændur sjálfir fá tækifæri til þess að skapa framleiðslu sinni sérstöðu byggða á gæðum, þekkingu og verkviti frekar en magnframleiðslu sem steypir allt í sama mót. Ég nefni sjávarútveginn, þar sem brýn þörf er fyrir heilbrigðari samkeppnisskilyrði, atvinnufrelsi, nýliðun og aukið jafnræði, bæði í veiðum og vinnslu. Ég nefni ferðaþjónustuna sem nú er að slíta barnsskónum og verða stór. Hér er verk að vinna. Skilyrði atvinnulífsins til vaxtar og þróunar eru meðal mikilvægustu verkefna jafnaðarmanna – þau eru forsenda alls annars sem kalla má velferð og jöfnuð.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar