Santiago mun þyngri í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. febrúar 2013 07:00 Vígalegir Gunnar Nelson og Jorge Santiago við vigtunina í Lundúnum í gær. nordicphotos/getty Gunnar Nelson mætir í kvöld Brasilíumanninum Jorge Santiago á UFC-bardagakvöldi sem haldið verður með pompi og prakt í Wembley Arena í Lundúnum. Bardaginn er einn af aðalbardögum kvöldsins og hefur hans verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Kapparnir voru vigtaðir í gær og voru báðir í leyfilegri þyngd. Gunnar vó 169 pund (76,7 kg) og Santiago 170 pund (77,1 kg) sem er hámarksþyngd í veltivigt. Fyrir fram var talið að Santiago myndi eiga erfitt með að ná keppnisþyngdinni en hann hefur einnig keppt í næsta þyngdarflokki fyrir ofan. „Santiago hefur verið vel undirbúinn þar sem hann var hvort eð er að undirbúa sig fyrir bardaga í veltivigt," sagði Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, við Fréttablaðið í gær. Santiago var fenginn til að berjast við Gunnar með skömmum fyrirvara þar sem upphaflegur andstæðingur hans dró sig úr keppni vegna meiðsla. „En hann verður mun þyngri en Gunnar þegar þeir labba inn í hringinn," segir Haraldur. „Þessir kappar geta bætt á sig gríðarlegri þyngd á einum sólarhringi."Gunnar léttir sig lítið Gunnar léttir sig yfirleitt um 3-4 kg fyrir vigtun sem þykir lítið í þessum heimi. „Gunnar er yfirleitt að berjast í kringum 79-80 kg en það er ekki óþekkt að veltivigtarkappar séu allt að 90 kg þegar þeir stíga í hringinn. En því miður verða þeir ekki vigtaðir í kvöld og því ekki hægt að segja með vissu hver munurinn verður á þeim," segir Haraldur. Gunnar vakti gríðarlega athygli í frumraun sinni í UFC en þá vann hann sannfærandi sigur á DaMarques Johnson. Nú þegar er hann vel þekktur í þessum heimi Een Chael Sonnen, sem er þekktur UFC-bardagakappi, sagði í sjónvarpsútsendingu frá vigtuninni í gær að frumraun Gunnars væri ein sú allra glæsilegasta sem hann hefði séð nokkru sinni. „Gunnar á talsvert af aðdáendum hér úti og fær fullt af jákvæðum straumum. Það eru margir sérstaklega hrifnir af honum sem bardagamanni og hans bardagastíl. Það er ekki síður horft til þess en úrslita bardaganna og keppnisstíll Gunnar þykir einn og sér mjög áhugaverður," segir Haraldur. Gunnar með eindæmum rólegur Alls fara tólf bardagar fram í kvöld, þar af sex sem eru á aðaldagskránni. Við vigtunina í gær voru flestir kapparnir ófeimnir við að vekja á sér athygli með ýmsum tilburðum en Gunnar var með eindæmum rólegur og yfirvegaður. „Það er misjafnt hvernig menn eru í þessu en Gunnar er vissulega mjög rólegur. Það hefur vakið athygli bæði heima og hér úti. En þannig er hann bara að eðlisfari, bæði í kringum bardaga og dagsdaglega." Og pabbinn er ekki í nokkrum vafa um hvernig bardaginn í kvöld muni fara. „Gunnar mun vinna þennan bardaga. Ég hef gríðarlega trú á honum," segir hann án þess að hika. Íþróttir Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira
Gunnar Nelson mætir í kvöld Brasilíumanninum Jorge Santiago á UFC-bardagakvöldi sem haldið verður með pompi og prakt í Wembley Arena í Lundúnum. Bardaginn er einn af aðalbardögum kvöldsins og hefur hans verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Kapparnir voru vigtaðir í gær og voru báðir í leyfilegri þyngd. Gunnar vó 169 pund (76,7 kg) og Santiago 170 pund (77,1 kg) sem er hámarksþyngd í veltivigt. Fyrir fram var talið að Santiago myndi eiga erfitt með að ná keppnisþyngdinni en hann hefur einnig keppt í næsta þyngdarflokki fyrir ofan. „Santiago hefur verið vel undirbúinn þar sem hann var hvort eð er að undirbúa sig fyrir bardaga í veltivigt," sagði Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, við Fréttablaðið í gær. Santiago var fenginn til að berjast við Gunnar með skömmum fyrirvara þar sem upphaflegur andstæðingur hans dró sig úr keppni vegna meiðsla. „En hann verður mun þyngri en Gunnar þegar þeir labba inn í hringinn," segir Haraldur. „Þessir kappar geta bætt á sig gríðarlegri þyngd á einum sólarhringi."Gunnar léttir sig lítið Gunnar léttir sig yfirleitt um 3-4 kg fyrir vigtun sem þykir lítið í þessum heimi. „Gunnar er yfirleitt að berjast í kringum 79-80 kg en það er ekki óþekkt að veltivigtarkappar séu allt að 90 kg þegar þeir stíga í hringinn. En því miður verða þeir ekki vigtaðir í kvöld og því ekki hægt að segja með vissu hver munurinn verður á þeim," segir Haraldur. Gunnar vakti gríðarlega athygli í frumraun sinni í UFC en þá vann hann sannfærandi sigur á DaMarques Johnson. Nú þegar er hann vel þekktur í þessum heimi Een Chael Sonnen, sem er þekktur UFC-bardagakappi, sagði í sjónvarpsútsendingu frá vigtuninni í gær að frumraun Gunnars væri ein sú allra glæsilegasta sem hann hefði séð nokkru sinni. „Gunnar á talsvert af aðdáendum hér úti og fær fullt af jákvæðum straumum. Það eru margir sérstaklega hrifnir af honum sem bardagamanni og hans bardagastíl. Það er ekki síður horft til þess en úrslita bardaganna og keppnisstíll Gunnar þykir einn og sér mjög áhugaverður," segir Haraldur. Gunnar með eindæmum rólegur Alls fara tólf bardagar fram í kvöld, þar af sex sem eru á aðaldagskránni. Við vigtunina í gær voru flestir kapparnir ófeimnir við að vekja á sér athygli með ýmsum tilburðum en Gunnar var með eindæmum rólegur og yfirvegaður. „Það er misjafnt hvernig menn eru í þessu en Gunnar er vissulega mjög rólegur. Það hefur vakið athygli bæði heima og hér úti. En þannig er hann bara að eðlisfari, bæði í kringum bardaga og dagsdaglega." Og pabbinn er ekki í nokkrum vafa um hvernig bardaginn í kvöld muni fara. „Gunnar mun vinna þennan bardaga. Ég hef gríðarlega trú á honum," segir hann án þess að hika.
Íþróttir Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira