Vill pólitíkusa frá samningaborðinu Trausti Hafliðason skrifar 22. febrúar 2013 07:00 Orri Vigfússon skrifaði nýlega opnugrein um makríldeiluna í dagblaðið The Scottish Times. Fyrir tveimur áratugum var komið í veg fyrir ofveiði á laxi í hafi. Þetta var gert fyrir tilstilli Verndarsjóðs villtra laxastofna (North Atlantic Salmon Fund - NASF), sem keypti upp veiðihlunnindi á laxi í sjó og heldur sú vinna áfram í dag. Orri Vigfússon, formaður sjóðsins, veltir fyrir sér hvort ekki sé hægt að nota sömu aðferðafræði til að leysa makríldeiluna – bjarga makrílnum. Í samtali við Fréttablaðið segir Orri að nánast allur laxastofninn í Norður-Atlantshafi sæki fæðu sína í hafsvæði sem eru utan umráðasvæðis Evrópusambandsins og að nú virðist sem makríllinn sé að gera slíkt hið sama. Makríllinn sé nú þegar byrjaður að hrygna innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og hafi jafnframt ákveðið að bestu fæðuna sé að finna hér við land. Að sögn Orra sýna rannsóknir Hafrannsóknastofnunar að makríllinn hafi étið um tvær milljónir tonna af lífmassa á svæðinu sem sé gríðarlegt magn. Til samanburðar sé samanlagður lífmassi íslenska laxastofnsins um 200 tonn. Mikilvægt sé að hafa í huga að fæðan sem makríllinn étur sé sú sama og þorskur og ýsa, tvær af verðmætustu fisktegundum Íslendinga, éta. „Það má kenna hlýnun jarðar um þessa þróun en það hjálpar ekki þeim þjóðum sem veiða makrílinn að komast að niðurstöðu um kvóta heldur flækir bara þá vinnu," segir Orri. „Ef fram heldur sem horfir blasir því við að örlög makrílsins gætu orðið þau sömu og síldarinnar sem var veidd af miklu offorsi á síðustu öld. Svo miklu að stofninn varð nánast útdauður."Tvískinnungur í málflutningi Verndarsjóðurinn er bandalag náttúruverndarhópa, þar sem einkaaðilar og opinberir aðilar hafa sameinast um að endurreisa villta laxastofna. Orri segir að þetta hafi tekist þrátt fyrir að Norðmenn, Skotar og Bretar, þjóðirnar sem nú deila hvað harðast á Íslendinga fyrir makrílveiðar, hafi um árabil gróflega misnotað laxastofnana. Það sé því tvískinnungur í málflutningi þessara þjóða í makríldeilunni. „Ég vil taka það fram að ég er ekki með neina töfralausn en það er hins vegar alveg ljóst að Evrópusambandinu og stjórnmálamönnum hefur mistekist að leysa þessa deilu," segir Orri. „Ég held að nú sé rétti tíminn til að skoða hvort ekki sé hægt að nýta þá reynslu sem við höfum fengið við að reisa laxastofninn úr öskustónni. Hvort nú sé ekki rétti tíminn til að hleypa hagsmunaaðilum að borðinu því ég held að það sé lykillinn að því að leysa þetta mál." Að sögn Orra eru hagsmunaaðilar oft úrræðabetri en stjórnmálamenn þegar kemur að deilum sem þessum. Spurningin sé hins vegar sú hvort stjórnmálamenn hleypi hagsmunaaðilum að samningaborðinu. „Aðalatriðið er að leysa þessa deilu," segir Orri. „Þeir sem stunda ósjálfbærar makrílveiðar eiga að hætta þeim og þeir sem stunda sjálfbærar veiðar eiga að fá að halda áfram á sömu braut. Lausnin er fólgin í því að láta þá sem þurfa að hætta fá eitthvað annað í staðinn. Sem dæmi sé ég fyrir mér að útgerðir hér gætu samið við erlendar útgerðir um skiptingu kvóta. Íslenskir útgerðarmenn gætu til dæmis fengið aðrar tegundir í skiptum fyrir makríl og öfugt ef því er að skipta. Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki hægt að semja til langs tíma um makrílinn, sem líkt og laxinn og síldin er flökkustofn, en það væri kannski hægt að búa til formúlu sem yrði síðan endurskoðuð eftir nokkur ár." Loftslagsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Fyrir tveimur áratugum var komið í veg fyrir ofveiði á laxi í hafi. Þetta var gert fyrir tilstilli Verndarsjóðs villtra laxastofna (North Atlantic Salmon Fund - NASF), sem keypti upp veiðihlunnindi á laxi í sjó og heldur sú vinna áfram í dag. Orri Vigfússon, formaður sjóðsins, veltir fyrir sér hvort ekki sé hægt að nota sömu aðferðafræði til að leysa makríldeiluna – bjarga makrílnum. Í samtali við Fréttablaðið segir Orri að nánast allur laxastofninn í Norður-Atlantshafi sæki fæðu sína í hafsvæði sem eru utan umráðasvæðis Evrópusambandsins og að nú virðist sem makríllinn sé að gera slíkt hið sama. Makríllinn sé nú þegar byrjaður að hrygna innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og hafi jafnframt ákveðið að bestu fæðuna sé að finna hér við land. Að sögn Orra sýna rannsóknir Hafrannsóknastofnunar að makríllinn hafi étið um tvær milljónir tonna af lífmassa á svæðinu sem sé gríðarlegt magn. Til samanburðar sé samanlagður lífmassi íslenska laxastofnsins um 200 tonn. Mikilvægt sé að hafa í huga að fæðan sem makríllinn étur sé sú sama og þorskur og ýsa, tvær af verðmætustu fisktegundum Íslendinga, éta. „Það má kenna hlýnun jarðar um þessa þróun en það hjálpar ekki þeim þjóðum sem veiða makrílinn að komast að niðurstöðu um kvóta heldur flækir bara þá vinnu," segir Orri. „Ef fram heldur sem horfir blasir því við að örlög makrílsins gætu orðið þau sömu og síldarinnar sem var veidd af miklu offorsi á síðustu öld. Svo miklu að stofninn varð nánast útdauður."Tvískinnungur í málflutningi Verndarsjóðurinn er bandalag náttúruverndarhópa, þar sem einkaaðilar og opinberir aðilar hafa sameinast um að endurreisa villta laxastofna. Orri segir að þetta hafi tekist þrátt fyrir að Norðmenn, Skotar og Bretar, þjóðirnar sem nú deila hvað harðast á Íslendinga fyrir makrílveiðar, hafi um árabil gróflega misnotað laxastofnana. Það sé því tvískinnungur í málflutningi þessara þjóða í makríldeilunni. „Ég vil taka það fram að ég er ekki með neina töfralausn en það er hins vegar alveg ljóst að Evrópusambandinu og stjórnmálamönnum hefur mistekist að leysa þessa deilu," segir Orri. „Ég held að nú sé rétti tíminn til að skoða hvort ekki sé hægt að nýta þá reynslu sem við höfum fengið við að reisa laxastofninn úr öskustónni. Hvort nú sé ekki rétti tíminn til að hleypa hagsmunaaðilum að borðinu því ég held að það sé lykillinn að því að leysa þetta mál." Að sögn Orra eru hagsmunaaðilar oft úrræðabetri en stjórnmálamenn þegar kemur að deilum sem þessum. Spurningin sé hins vegar sú hvort stjórnmálamenn hleypi hagsmunaaðilum að samningaborðinu. „Aðalatriðið er að leysa þessa deilu," segir Orri. „Þeir sem stunda ósjálfbærar makrílveiðar eiga að hætta þeim og þeir sem stunda sjálfbærar veiðar eiga að fá að halda áfram á sömu braut. Lausnin er fólgin í því að láta þá sem þurfa að hætta fá eitthvað annað í staðinn. Sem dæmi sé ég fyrir mér að útgerðir hér gætu samið við erlendar útgerðir um skiptingu kvóta. Íslenskir útgerðarmenn gætu til dæmis fengið aðrar tegundir í skiptum fyrir makríl og öfugt ef því er að skipta. Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki hægt að semja til langs tíma um makrílinn, sem líkt og laxinn og síldin er flökkustofn, en það væri kannski hægt að búa til formúlu sem yrði síðan endurskoðuð eftir nokkur ár."
Loftslagsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira