Júlían: Langaði að prófa þessa þyngd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2013 06:00 Júlían er núverandi heims- og Evrópumeistari unglinga í réttstöðulyftu. Fréttablaðið/Valli Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, heims- og Evrópumeistari unglinga í réttstöðulyftu, náði ekki að bæta Norðurlandsmeistaratitlinum í safnið sitt en mótið var haldið í Laugardalnum nú um helgina. Júlían hefði unnið öruggan sigur en hann gerði þrívegis ógilt í hnébeygju og gat því ekki skilað samanlögðum árangri. Júlían bætti þó sinn besta árangur í bæði bekkpressu og réttstöðulyftu á mótinu. Hann lyfti 247,5 kg í bekkpressu og bætti met sitt um tvö og hálft kíló. Bætingin hans í réttstöðulyftunni, hans bestu grein, var öllu meiri. Júlían varð Evrópumeistari unglinga síðasta sumar með því að lyfta 327,5 kg og heimsmeistari í sama flokki með því að lyfta 330 kg. Hann gerði sér lítið fyrir um helgina, lyfti 350 kg og bætti sig því um heil 20 kg. „Jú, það kom gríðarlega á óvart," segir Júlían við Fréttablaðið. „Fyrst ég gat ekki stefnt á samanlagðan árangur ákvað ég að fara í þyngd sem mig langaði að prófa. Svo fór þetta bara upp," bætir hann við. Hann segir þetta hafa verið smá sárabót fyrir að missa af titlinum og það á heimavelli. Júlían klikkaði reyndar líka á hnébeygjunni á HM drengja í Kanada árið 2011 og náði ekki samanlögðum árangri þá. „Ég var mjög ánægður með bekkpressuna og réttstöðulyftuna. Ég þarf hins vegar að leggjast yfir tæknina í hnébeygjunni og breyta einhverju þar," segir Júlían sem ákvað að taka ekki „öryggisþyngd" í fyrstu tilraun. Hann fór beint í 327,5 kg sem hefði verið bæting hjá honum. „Mér fannst ég bara vera svo pottþéttur á þessu og æfingar höfðu gengið vel. En ég verð fljótur að jafna mig á þessu. Næsta mót er EM unglinga í byrjun apríl og einhverju verður breytt hjá mér fyrir það mót." Í kraftlyftingum er unglingaflokkur upp í 23 ára aldur. Júlían er aðeins tvítugur og á því nokkur ár eftir í sínum flokki, en hann keppir í yfirþungavigt. „Ég stefni á að ná góðum árangri í apríl og vona að ég eigi enn meiri bætingu inni þá." Íþróttir Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira
Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, heims- og Evrópumeistari unglinga í réttstöðulyftu, náði ekki að bæta Norðurlandsmeistaratitlinum í safnið sitt en mótið var haldið í Laugardalnum nú um helgina. Júlían hefði unnið öruggan sigur en hann gerði þrívegis ógilt í hnébeygju og gat því ekki skilað samanlögðum árangri. Júlían bætti þó sinn besta árangur í bæði bekkpressu og réttstöðulyftu á mótinu. Hann lyfti 247,5 kg í bekkpressu og bætti met sitt um tvö og hálft kíló. Bætingin hans í réttstöðulyftunni, hans bestu grein, var öllu meiri. Júlían varð Evrópumeistari unglinga síðasta sumar með því að lyfta 327,5 kg og heimsmeistari í sama flokki með því að lyfta 330 kg. Hann gerði sér lítið fyrir um helgina, lyfti 350 kg og bætti sig því um heil 20 kg. „Jú, það kom gríðarlega á óvart," segir Júlían við Fréttablaðið. „Fyrst ég gat ekki stefnt á samanlagðan árangur ákvað ég að fara í þyngd sem mig langaði að prófa. Svo fór þetta bara upp," bætir hann við. Hann segir þetta hafa verið smá sárabót fyrir að missa af titlinum og það á heimavelli. Júlían klikkaði reyndar líka á hnébeygjunni á HM drengja í Kanada árið 2011 og náði ekki samanlögðum árangri þá. „Ég var mjög ánægður með bekkpressuna og réttstöðulyftuna. Ég þarf hins vegar að leggjast yfir tæknina í hnébeygjunni og breyta einhverju þar," segir Júlían sem ákvað að taka ekki „öryggisþyngd" í fyrstu tilraun. Hann fór beint í 327,5 kg sem hefði verið bæting hjá honum. „Mér fannst ég bara vera svo pottþéttur á þessu og æfingar höfðu gengið vel. En ég verð fljótur að jafna mig á þessu. Næsta mót er EM unglinga í byrjun apríl og einhverju verður breytt hjá mér fyrir það mót." Í kraftlyftingum er unglingaflokkur upp í 23 ára aldur. Júlían er aðeins tvítugur og á því nokkur ár eftir í sínum flokki, en hann keppir í yfirþungavigt. „Ég stefni á að ná góðum árangri í apríl og vona að ég eigi enn meiri bætingu inni þá."
Íþróttir Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira